Skýrist á mánudag hvort læknar fari í verkfall Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 17:24 Mikael Smári Mikaelsson yfirlæknir á bráðamóttöku er formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Samsett Næsta mánudag liggur fyrir hvort læknar muni grípa til aðgerða í kjaraviðræðum sínum. Læknar hafa verið samningslausnir frá mars og í viðræðum frá því um áramót. Samninganefndir funda næsta mánudag og telur félagið að eftir þann fund muni skýrast hvort samningar náist eða hvort félagið muni grípa til aðgerða. Í pósti til félagsmanna, sem fréttastofa hefur undir höndum og var sendur í gær, kemur fram að frá 20. september hafi verið stöðugar viðræður í gangi varðandi styttingu vinnuvikunnar sem sé ein af helstu kröfum samninganefnarinnar. Læknar séu, auk lyfjafræðinga, eina stétt heilbrigðisstarfsfólks sem ekki hafi náð henni fram. Í póstinum kemur fram að undirhópur samninganefndar vinni að því að búa til líkan sem gerir samninganefnd betur kleift að átta sig á áhrifum hennar á vinnutíma og laun. „Forsenda styttingar vinnuvikunnar er að enginn lækki í launum vegna innleiðingar hennar, sem er sama forsenda og gefin var við styttinguna hjá öllum öðrum stéttum sem hana hafa þegar fengið,“ segir í póstinum. Líkan um styttinguna skoðað í gær Þá kemur fram að í gær hafi samninganefndir beggja aðila fundað og skoðað líkanið. „Ýmislegt bendir til að samningsaðilar séu í mörgu sammála um það með hvaða hætti vinnuvikan verði stytt þó ekki sé búið að ganga þar frá öllum nauðsynlegum endum,“ segir í póstinum. Þá kemur fram að á fundinum hafi samninganefnd lækna einnig farið yfir önnur atriði í kröfugerð lækna eins og að hækka grunnlaun lækna, fá greiðslur fyrir símtöl á gæsluvöktum og að viðurkennt verði að vinna á gæsluvöktum án þess að til útkalls komi sé virk vinna. Þá telur samninganefndin nauðsynlegt að minnka óhóflega vinnu lækna og tryggja læknum greiðslur þegar ekki reynist unnt að draga úr vinnuálaginu. Þá segir að á áhersluslita samninganefndar séu fleiri atriði eins og greiðsla fyrir vaktir sem þarf að taka með litlum fyrirvara. „Samninganefnd LÍ hefur lítil viðbrögð fengið frá samninganefnd ríkisins varðandi þessi áhersluatriði. Engin frekari viðbrögð við þeim komu fram á fundinum í morgun,“ segir enn fremur en að niðurstaða fundarins hafi þó verið sú að nefndirnar muni hittast aftur næsta mánudag, þann 14. október. Allur sá dagur verið notaður til að knýja fram afstöðu samninganefndar ríkisins gagnvart öðrum þeim atriðum sem samninganefnd LÍ vill ná fram. Samninganefndin ekki bjartsýn Á fundinum muni fást úr því skorið hvort þau komist að samkomulagi. Ípóstinum segir jafnframt að samninganefndin hafi áður sagt að hún sé ekki bjartsýn á að kjarasamningur með megin áhersluatriðum LÍ náist án aðgerða. Fundurinn á mánudaginn sé því, að mati samninganefndar LÍ, ákveðinn úrslitafundur hvað þetta varðar. „Samninganefnd LÍ telur að loknum þeim fundi muni endanlega skýrast hvert þessi kjaradeila LÍ og ríkisins sé að stefna, í átt að kjarasamningi eða í verkfallsaðgerðir til að knýja fram kröfur lækna,“ segir að lokum og að félagsmenn muni eftir fundinn fá fréttir af stöðunni. Verkfall ekki markmið en gæti komið til þess Rætt var við formann samninganefndar Læknafélagsins, Mikael Smári Mikaelsson, um kjaradeiluna í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar er haft eftir honum að það nálgist ögurstund í kjaraviðræðum. Þar sagði hann hug í læknum hvað varðar aðgerðir. Það væri á þeim mikið álag með tilheyrandi þreytu og kulnunareinkennum. Mannekla væri mikið áhyggjuefni. „Verkfall er ekki markmið í þessari kjaradeilu, en ef ekki næst fram það sem við teljum þurfa, þá kann að þurfa að koma til þess. Við vonum þó að okkur takist með ríkinu að lenda þessu farsællega, fyrst og fremst fyrir almenning, heilbrigðiskerfið og læknaþjónustuna í landinu,“ sagði Mikael Smári í samtali við Læknablaðið. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Í pósti til félagsmanna, sem fréttastofa hefur undir höndum og var sendur í gær, kemur fram að frá 20. september hafi verið stöðugar viðræður í gangi varðandi styttingu vinnuvikunnar sem sé ein af helstu kröfum samninganefnarinnar. Læknar séu, auk lyfjafræðinga, eina stétt heilbrigðisstarfsfólks sem ekki hafi náð henni fram. Í póstinum kemur fram að undirhópur samninganefndar vinni að því að búa til líkan sem gerir samninganefnd betur kleift að átta sig á áhrifum hennar á vinnutíma og laun. „Forsenda styttingar vinnuvikunnar er að enginn lækki í launum vegna innleiðingar hennar, sem er sama forsenda og gefin var við styttinguna hjá öllum öðrum stéttum sem hana hafa þegar fengið,“ segir í póstinum. Líkan um styttinguna skoðað í gær Þá kemur fram að í gær hafi samninganefndir beggja aðila fundað og skoðað líkanið. „Ýmislegt bendir til að samningsaðilar séu í mörgu sammála um það með hvaða hætti vinnuvikan verði stytt þó ekki sé búið að ganga þar frá öllum nauðsynlegum endum,“ segir í póstinum. Þá kemur fram að á fundinum hafi samninganefnd lækna einnig farið yfir önnur atriði í kröfugerð lækna eins og að hækka grunnlaun lækna, fá greiðslur fyrir símtöl á gæsluvöktum og að viðurkennt verði að vinna á gæsluvöktum án þess að til útkalls komi sé virk vinna. Þá telur samninganefndin nauðsynlegt að minnka óhóflega vinnu lækna og tryggja læknum greiðslur þegar ekki reynist unnt að draga úr vinnuálaginu. Þá segir að á áhersluslita samninganefndar séu fleiri atriði eins og greiðsla fyrir vaktir sem þarf að taka með litlum fyrirvara. „Samninganefnd LÍ hefur lítil viðbrögð fengið frá samninganefnd ríkisins varðandi þessi áhersluatriði. Engin frekari viðbrögð við þeim komu fram á fundinum í morgun,“ segir enn fremur en að niðurstaða fundarins hafi þó verið sú að nefndirnar muni hittast aftur næsta mánudag, þann 14. október. Allur sá dagur verið notaður til að knýja fram afstöðu samninganefndar ríkisins gagnvart öðrum þeim atriðum sem samninganefnd LÍ vill ná fram. Samninganefndin ekki bjartsýn Á fundinum muni fást úr því skorið hvort þau komist að samkomulagi. Ípóstinum segir jafnframt að samninganefndin hafi áður sagt að hún sé ekki bjartsýn á að kjarasamningur með megin áhersluatriðum LÍ náist án aðgerða. Fundurinn á mánudaginn sé því, að mati samninganefndar LÍ, ákveðinn úrslitafundur hvað þetta varðar. „Samninganefnd LÍ telur að loknum þeim fundi muni endanlega skýrast hvert þessi kjaradeila LÍ og ríkisins sé að stefna, í átt að kjarasamningi eða í verkfallsaðgerðir til að knýja fram kröfur lækna,“ segir að lokum og að félagsmenn muni eftir fundinn fá fréttir af stöðunni. Verkfall ekki markmið en gæti komið til þess Rætt var við formann samninganefndar Læknafélagsins, Mikael Smári Mikaelsson, um kjaradeiluna í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar er haft eftir honum að það nálgist ögurstund í kjaraviðræðum. Þar sagði hann hug í læknum hvað varðar aðgerðir. Það væri á þeim mikið álag með tilheyrandi þreytu og kulnunareinkennum. Mannekla væri mikið áhyggjuefni. „Verkfall er ekki markmið í þessari kjaradeilu, en ef ekki næst fram það sem við teljum þurfa, þá kann að þurfa að koma til þess. Við vonum þó að okkur takist með ríkinu að lenda þessu farsællega, fyrst og fremst fyrir almenning, heilbrigðiskerfið og læknaþjónustuna í landinu,“ sagði Mikael Smári í samtali við Læknablaðið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent