Teknó baróninn á Radar á laugardag Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2024 14:02 Dave Clarke er 56 ára gamall og ólst upp í Bretlandi. Mynd/Beatrice Photography Bresti tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dave Clarke kemur fram á Radar ásamt víetnamska plötusnúðinum DJ Chica um helgina. „Dave Clarke er, ásamt Jeff Mills og Ben Simms, besti teknó-DJ í heimi. Það er oft hægt að segja þetta, að þeir séu bestir og flottastir, en út frá sögulegum grundvelli er Dave Clarke tæknilega séð besti teknóplötusnúður í heimi,“ segir Addi, eða Arnviður Snorrason. Oft sé vísað til Clarke sem Teknó-barónsins eða The Baron of Techno. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröð sem Addi skipuleggur á Radar. Fyrstu tónleikarnir voru í ágúst, aðrir tónleikarnir næstu helgi og þeir þriðju núna um helgina. Fengið marga til að hlusta á teknó Hann segir Clarke einnig besta „remixarann“. Hann hafi gert mörg remix á 9. áratugnum sem hafi vakið mikla athygli. „Hann hefur sigurinn í að fá sem flesta til að hlusta á teknó,“ segir hann og að þannig sé hann sá maður sem hafi gert mest fyrir teknó í Evrópu. „Hann hefur gert mest í að kynna Detroit og Chicago teknó fyrir Evrópu og hefur frontað flestar stórar tónlistarhátíðir í þessum geira eins og I love Techno og Awakenings.“ Hann segir það því mikinn heiður að fá Clarke hingað til að spila. Þetta sé ekki fyrsta heimsóknin hans. Hann hafi spilað hér árið 2000 sem dæmi. „Það sem gerir einhvern að góðum DJ er að enginn geri betur það sem hann gerir. Það hefur enn enginn náð að leika það eftir sem hann gerir. Það gerir hann alveg ósnertanlegan,“ segir Addi. Addi segir Clarke vera í miklu uppáhaldi hjá sér persónulega. „Hann gerði lagið sem er fyrsta teknó lagið sem ég uppgötvaði. Það er lagið Red One. Það gerir þetta extra sérstakt.“ Clarke er hvað þekktastur fyrir þríleik sinn Red One, Red Two of Red Three. DJ Chica er frá Víetnam.Aðsend DJ Chica frá Víetnam hitar upp fyrir Clarke en hún hefur spilað víða í Asíu og spilar það sem Addi vill kalla gettó-teknó. „Hún er að springa út í Evrópu.“ Auk þeirra tveggja spilar Addi sjálfur, Lafonaine og Jamesendir. Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Næturlíf Tengdar fréttir Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02 Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00 Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Dave Clarke er, ásamt Jeff Mills og Ben Simms, besti teknó-DJ í heimi. Það er oft hægt að segja þetta, að þeir séu bestir og flottastir, en út frá sögulegum grundvelli er Dave Clarke tæknilega séð besti teknóplötusnúður í heimi,“ segir Addi, eða Arnviður Snorrason. Oft sé vísað til Clarke sem Teknó-barónsins eða The Baron of Techno. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröð sem Addi skipuleggur á Radar. Fyrstu tónleikarnir voru í ágúst, aðrir tónleikarnir næstu helgi og þeir þriðju núna um helgina. Fengið marga til að hlusta á teknó Hann segir Clarke einnig besta „remixarann“. Hann hafi gert mörg remix á 9. áratugnum sem hafi vakið mikla athygli. „Hann hefur sigurinn í að fá sem flesta til að hlusta á teknó,“ segir hann og að þannig sé hann sá maður sem hafi gert mest fyrir teknó í Evrópu. „Hann hefur gert mest í að kynna Detroit og Chicago teknó fyrir Evrópu og hefur frontað flestar stórar tónlistarhátíðir í þessum geira eins og I love Techno og Awakenings.“ Hann segir það því mikinn heiður að fá Clarke hingað til að spila. Þetta sé ekki fyrsta heimsóknin hans. Hann hafi spilað hér árið 2000 sem dæmi. „Það sem gerir einhvern að góðum DJ er að enginn geri betur það sem hann gerir. Það hefur enn enginn náð að leika það eftir sem hann gerir. Það gerir hann alveg ósnertanlegan,“ segir Addi. Addi segir Clarke vera í miklu uppáhaldi hjá sér persónulega. „Hann gerði lagið sem er fyrsta teknó lagið sem ég uppgötvaði. Það er lagið Red One. Það gerir þetta extra sérstakt.“ Clarke er hvað þekktastur fyrir þríleik sinn Red One, Red Two of Red Three. DJ Chica er frá Víetnam.Aðsend DJ Chica frá Víetnam hitar upp fyrir Clarke en hún hefur spilað víða í Asíu og spilar það sem Addi vill kalla gettó-teknó. „Hún er að springa út í Evrópu.“ Auk þeirra tveggja spilar Addi sjálfur, Lafonaine og Jamesendir.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Næturlíf Tengdar fréttir Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02 Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00 Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02
Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00
Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08