Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 12. október 2024 15:01 Sigmundur Davíð er ekki bjartsýnn á framtíð ríkisstjórnarinnar. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. Skyndifundur þingflokksvar haldinn skyndilega síðdegis í gær og ríkti mikil leynd yfir honum, þó ljóst væri að ríkisstjórnarsamstarfið væri umtalsefnið. Nokkrir þingmenn flokksins hafa lýst megnri óánægju með samstarfið við Vinstri græna og saka þá um að koma í veg fyrir framgang ýmissa mála sem stjórnin hafi komið sér saman um. Sigmundur Davíð hefur farið með himinskautunum í skoðanakönnunum síðustu misseri sem formaður Miðflokksins. Hann telur óhugsandi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið upp á því að boða til fundarins í til þess eingöngu að velta vöngum. „Það hlýtur að vera að Bjarni hafi farið fram á umboð til að geta slitið stjórninni. Því þetta er augljóslega búið að auka verulega á spennuna í stjórnarsamstarfinu, og var hún nú næg fyrir,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Fundurinn sé skref í átti að því að slíta stjórninni. „Ef það er það ekki, þá var þetta mjög furðulegur fundur. Að halda svona í skyndi síðdegis á föstudag. Að láta þingmenn vita með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þetta ekki að þjóna neinum öðrum tilgangi en að ýta undir óróa,“ segir Sigmundur og heldur áfram: „En það má velta því fyrir sér hvort Bjarni vilji ekki reyna að stilla málum þannig að í rauninni hafi Vinstri grænir slitið stjórnarsamstarfinu með því að falla frá því sem var áður búið að tala um og boða kosningar í vor.“ Samkomulag flokkanna, eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér forsætisráðherraembætti, sé orðið að engu í ljósi þess að Vinstri græn hafi geið það út að þau ætli sér ekki að haggast í útlendingamálum. „Það var alveg sérstaklega skýrt þegar Svandís tók við en það má ekki gleyma að annað hvort beinlínis sama dag, eða daginn eftir, voru hinir formennirnir, Guðmundur Ingi á þeim tíma og Sigurður Ingi, farnir hvor á sinn hátt að tala um að flokkarnir væru ekkert sammála um að þetta væru atriðin sem framhald stjórnarinnar hefði verið myndað um. Guðmundur Ingi nefndi útlendingamálin og orkumálin og Sigurður Ingi var ekkert spenntur fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum. Þeir bara veittu viðtöl um þetta rétt eftir að nýr forsætisráðherra Bjarni hafði sagt að þetta væri það sem að hann væri að mynda þessa stjórn um.“ Þetta virðist dauðadæmt? „Já, dag eftir dag er atburður sem ber dauðann í sér fyrir ríkisstjórn. En þetta er ekki að öllu leyti eðlileg ríkisstjórn því hún snýst ekki nema að takmörkuðu leyti um pólitík eða stefnu. Svo bætist við þetta sterka lím sem hefur verið til staðar og felst til að mynda í að allir stjórnarflokkarnir hafa verið með sögulega lágt fylgi í könnunum, felst í því að langa að komast fram yfir áramót, felst hugsanlega í því að greitt verði úr ríkissjóði til flokkanna og felst í því að það er ekki landsfundur hjá Sjálfstæðisflokkknum fyrr en í febrúar.“ „Allt er þetta búið að halda stjórninni saman fram að þessu en miðað við hvernig hlutirnir eru að þróast, og nú fer maður eiginlega bara að tala í klukkutímum frekar en dögum, þá getur þetta varla haldið svona áfram.“ Sigmundur segir að það væri vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina að tóra fram yfir áramót. „Því ágreiningurinn er orðinn öllum ljós og menn eru að kasta stríðshönskunum hver á eftir öðrum. Greinir kannski á um hver kastaði fyrsta hanskanum en Svandís og flokksráðsfundurinn hjá Vinstri grænum ályktaði auðvitað bara um að það ætti að slíta stjórnarsamstarfinu. Reyndar með talsverðum fyrirvara sem er mikil nýlenda í pólitíkinni. En svo þessi fundur Sjálfstæðismanna í dag, ef hann leiðir ekki til neins annars en að stjórnin haldi áfram og Svandís haldi áfram að segja að hún ætli ekki að samþykkja útlendingamálin - það er of vandræðalegt til þess að þeir geti þolað það,“ segir hann. Lengi hafi gremja viðgengist í herbúðum Sjálfstæðisflokksins vegna samstarfsins. Þetta ríkisstjórnarsamstarf er lengi búið að vera vandræðalegt og það má ekki gleyma því að meira að segja á síðasta kjörtímabili, áður en Covid hófst, þá voru byrjaðar talsverðar skeytasendingar. Það var orðið til það sem var síðan kallað fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins og gremja út af ýmsum pólitískum deilumálum. Svo kom Covid og þau fengu Covid-skjól í tvö ár. En strax að því loknu fór að koma upp ágreiningur og mál sem hefðu mörg getað gert út af við þessa ríkisstjórn. Má nefna hvalveiðimálið, miklar deilur sem þá voru þegar um útlendingamál og fleira. En ´hún hékk áfram á voninni um að eitthvað myndi gerast og fylgið myndi lagast áður en að þau hætti saman. Þetta er lengsta dauðastríð í sögu íslenskra stjórnmála, það er alveg ljóst. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Skyndifundur þingflokksvar haldinn skyndilega síðdegis í gær og ríkti mikil leynd yfir honum, þó ljóst væri að ríkisstjórnarsamstarfið væri umtalsefnið. Nokkrir þingmenn flokksins hafa lýst megnri óánægju með samstarfið við Vinstri græna og saka þá um að koma í veg fyrir framgang ýmissa mála sem stjórnin hafi komið sér saman um. Sigmundur Davíð hefur farið með himinskautunum í skoðanakönnunum síðustu misseri sem formaður Miðflokksins. Hann telur óhugsandi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið upp á því að boða til fundarins í til þess eingöngu að velta vöngum. „Það hlýtur að vera að Bjarni hafi farið fram á umboð til að geta slitið stjórninni. Því þetta er augljóslega búið að auka verulega á spennuna í stjórnarsamstarfinu, og var hún nú næg fyrir,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Fundurinn sé skref í átti að því að slíta stjórninni. „Ef það er það ekki, þá var þetta mjög furðulegur fundur. Að halda svona í skyndi síðdegis á föstudag. Að láta þingmenn vita með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þetta ekki að þjóna neinum öðrum tilgangi en að ýta undir óróa,“ segir Sigmundur og heldur áfram: „En það má velta því fyrir sér hvort Bjarni vilji ekki reyna að stilla málum þannig að í rauninni hafi Vinstri grænir slitið stjórnarsamstarfinu með því að falla frá því sem var áður búið að tala um og boða kosningar í vor.“ Samkomulag flokkanna, eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér forsætisráðherraembætti, sé orðið að engu í ljósi þess að Vinstri græn hafi geið það út að þau ætli sér ekki að haggast í útlendingamálum. „Það var alveg sérstaklega skýrt þegar Svandís tók við en það má ekki gleyma að annað hvort beinlínis sama dag, eða daginn eftir, voru hinir formennirnir, Guðmundur Ingi á þeim tíma og Sigurður Ingi, farnir hvor á sinn hátt að tala um að flokkarnir væru ekkert sammála um að þetta væru atriðin sem framhald stjórnarinnar hefði verið myndað um. Guðmundur Ingi nefndi útlendingamálin og orkumálin og Sigurður Ingi var ekkert spenntur fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum. Þeir bara veittu viðtöl um þetta rétt eftir að nýr forsætisráðherra Bjarni hafði sagt að þetta væri það sem að hann væri að mynda þessa stjórn um.“ Þetta virðist dauðadæmt? „Já, dag eftir dag er atburður sem ber dauðann í sér fyrir ríkisstjórn. En þetta er ekki að öllu leyti eðlileg ríkisstjórn því hún snýst ekki nema að takmörkuðu leyti um pólitík eða stefnu. Svo bætist við þetta sterka lím sem hefur verið til staðar og felst til að mynda í að allir stjórnarflokkarnir hafa verið með sögulega lágt fylgi í könnunum, felst í því að langa að komast fram yfir áramót, felst hugsanlega í því að greitt verði úr ríkissjóði til flokkanna og felst í því að það er ekki landsfundur hjá Sjálfstæðisflokkknum fyrr en í febrúar.“ „Allt er þetta búið að halda stjórninni saman fram að þessu en miðað við hvernig hlutirnir eru að þróast, og nú fer maður eiginlega bara að tala í klukkutímum frekar en dögum, þá getur þetta varla haldið svona áfram.“ Sigmundur segir að það væri vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina að tóra fram yfir áramót. „Því ágreiningurinn er orðinn öllum ljós og menn eru að kasta stríðshönskunum hver á eftir öðrum. Greinir kannski á um hver kastaði fyrsta hanskanum en Svandís og flokksráðsfundurinn hjá Vinstri grænum ályktaði auðvitað bara um að það ætti að slíta stjórnarsamstarfinu. Reyndar með talsverðum fyrirvara sem er mikil nýlenda í pólitíkinni. En svo þessi fundur Sjálfstæðismanna í dag, ef hann leiðir ekki til neins annars en að stjórnin haldi áfram og Svandís haldi áfram að segja að hún ætli ekki að samþykkja útlendingamálin - það er of vandræðalegt til þess að þeir geti þolað það,“ segir hann. Lengi hafi gremja viðgengist í herbúðum Sjálfstæðisflokksins vegna samstarfsins. Þetta ríkisstjórnarsamstarf er lengi búið að vera vandræðalegt og það má ekki gleyma því að meira að segja á síðasta kjörtímabili, áður en Covid hófst, þá voru byrjaðar talsverðar skeytasendingar. Það var orðið til það sem var síðan kallað fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins og gremja út af ýmsum pólitískum deilumálum. Svo kom Covid og þau fengu Covid-skjól í tvö ár. En strax að því loknu fór að koma upp ágreiningur og mál sem hefðu mörg getað gert út af við þessa ríkisstjórn. Má nefna hvalveiðimálið, miklar deilur sem þá voru þegar um útlendingamál og fleira. En ´hún hékk áfram á voninni um að eitthvað myndi gerast og fylgið myndi lagast áður en að þau hætti saman. Þetta er lengsta dauðastríð í sögu íslenskra stjórnmála, það er alveg ljóst.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira