Blöskrar ákvörðun Bjarna og segja hana heigulshátt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 17:09 Gunnar Ásgrímsson er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. aðsend „Ungu Framsóknarfólki blöskrar ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi á þessum tímapunkti og leitast við að ganga til kosninga í nóvember. Okkur þykir þetta heigulsháttur, þetta er gert með hagsmuni hans flokks í huga umfram hagsmuni þjóðarinnar.“ Þetta segir í ályktun stjórnar Sambands ungra Framsóknarmanna sem var samþykkt í kjölfar fréttamannafundar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni mun funda með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Það er stór ákvörðun að gefa kost á sér til þess að vera málsvari kjósenda í fjögur ár á þingi og henni fylgir mikil ábyrgð. Hvað þá þegar fólki hlotnast sá heiður að taka þátt í ríkisstjórn þar sem þau hafa frekara tækifæri til þess að móta framtíð þjóðarinnar. Það er sorglegt að forsætisráðherra og samflokksfólk hans taki þeirri ábyrgð ekki alvarlegar en raun ber vitni,“ segir í ályktuninni. Þá ítrekar sambandið að slit á ríkisstjórnarsamstarfi ætti aðeins að vera gert í neyð við aðstæður þar sem ómögulegt sé að halda áfram. „Ekki björgunarbátur til að hoppa í þegar skoðanakannanir eru flokkum óhagstæðar eða menn þurfa að miðla málum í ríkisstjórnarsamstarfi. Efnahagsmálin eru loksins að komast á réttan kjöl og vextir byrjaðir að lækka. Þá er það gjörsamlega óábyrgt að stefna því í hættu með því að skapa hér pólitíska óvissu.“ Sambandið áréttar þó að þau hræðist ekki kosningar og telja að verk þingmanna og ráðherra Framsóknar tali fyrir sig sjálf. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Þetta segir í ályktun stjórnar Sambands ungra Framsóknarmanna sem var samþykkt í kjölfar fréttamannafundar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni mun funda með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Það er stór ákvörðun að gefa kost á sér til þess að vera málsvari kjósenda í fjögur ár á þingi og henni fylgir mikil ábyrgð. Hvað þá þegar fólki hlotnast sá heiður að taka þátt í ríkisstjórn þar sem þau hafa frekara tækifæri til þess að móta framtíð þjóðarinnar. Það er sorglegt að forsætisráðherra og samflokksfólk hans taki þeirri ábyrgð ekki alvarlegar en raun ber vitni,“ segir í ályktuninni. Þá ítrekar sambandið að slit á ríkisstjórnarsamstarfi ætti aðeins að vera gert í neyð við aðstæður þar sem ómögulegt sé að halda áfram. „Ekki björgunarbátur til að hoppa í þegar skoðanakannanir eru flokkum óhagstæðar eða menn þurfa að miðla málum í ríkisstjórnarsamstarfi. Efnahagsmálin eru loksins að komast á réttan kjöl og vextir byrjaðir að lækka. Þá er það gjörsamlega óábyrgt að stefna því í hættu með því að skapa hér pólitíska óvissu.“ Sambandið áréttar þó að þau hræðist ekki kosningar og telja að verk þingmanna og ráðherra Framsóknar tali fyrir sig sjálf.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira