Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 09:55 Halla Tómasdóttir ræddi við fréttamenn að loknum fundi hennar með Bjarna Benediktssyni á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gekk á fund forseta í morgun til þess að óska eftir því að þing verði rofið og boðað verði til kosninga í lok nóvember. Að fundinum loknum sagði Halla að hún hefði átt samtöl við Bjarna undanfarna daga og við formenn hinna stjórnarflokkanna í gærkvöldi, eftir að Bjarni tilkynnti að hann ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu. „Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ sagði Halla. Eftir það ætlaði hún sér að leggja mat á stöðu mála áður en hún tæki afstöðu til bónar Bjarna. Hún boðaði að hún gerði grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni. Halla gaf fréttamönnum ekki kost á að spyrja spurninga þar sem hún sagðist ekki hafa neinu við yfirlýsingu sína að bæta að sinni. Að fundinum loknum sendi forsetaembættið út yfirlýsingu þar sem fram kom dagskrá funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur á fund forseta kl. 11:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund forseta kl. 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kemur á fund forseta kl. 16:45 Inga Sæland kemur á fund forseta kl. 16:00. Bjarni sagði fyrir fundinn að það hversu langan tíma það formsatriði að fá leyfi forseta fyrir þingrofi tæki hefði áhrif á hvort kosið yrði til Alþingis 23. nóvember eða 30. nóvember. Liggi ákvörðun forseta fyrir á morgun yrði kjördagur 23. nóvember en dragist það til miðvikudags yrði kosið viku síðar. Þá sagðist Bjarni gera ráð fyrir að forseti féllist á bón hans, annað yrði afar óvenjulegt. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gekk á fund forseta í morgun til þess að óska eftir því að þing verði rofið og boðað verði til kosninga í lok nóvember. Að fundinum loknum sagði Halla að hún hefði átt samtöl við Bjarna undanfarna daga og við formenn hinna stjórnarflokkanna í gærkvöldi, eftir að Bjarni tilkynnti að hann ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu. „Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ sagði Halla. Eftir það ætlaði hún sér að leggja mat á stöðu mála áður en hún tæki afstöðu til bónar Bjarna. Hún boðaði að hún gerði grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni. Halla gaf fréttamönnum ekki kost á að spyrja spurninga þar sem hún sagðist ekki hafa neinu við yfirlýsingu sína að bæta að sinni. Að fundinum loknum sendi forsetaembættið út yfirlýsingu þar sem fram kom dagskrá funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur á fund forseta kl. 11:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund forseta kl. 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kemur á fund forseta kl. 16:45 Inga Sæland kemur á fund forseta kl. 16:00. Bjarni sagði fyrir fundinn að það hversu langan tíma það formsatriði að fá leyfi forseta fyrir þingrofi tæki hefði áhrif á hvort kosið yrði til Alþingis 23. nóvember eða 30. nóvember. Liggi ákvörðun forseta fyrir á morgun yrði kjördagur 23. nóvember en dragist það til miðvikudags yrði kosið viku síðar. Þá sagðist Bjarni gera ráð fyrir að forseti féllist á bón hans, annað yrði afar óvenjulegt.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22