„Þetta er saga af villigötum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2024 17:01 SAKI í tónlistarmyndbandi við lagið Missa vitið. Íslenski tónlistarmaðurinn SAKI hefur gefið frá sér sína fyrstu plötu, plötuna Dauðvona. Hann segir plötuna vera sögu af villigötum en innblásturinn sótti hann í eigin lífsreynslu. „Þetta er saga, saga af villigötum, af því þegar þú ert á vitlausri leið en nærð svo loksins að finna ljósið,“ segir Ísak Dagur Kristjánsson, tónlistarmaðurinn SAKI í samtali við Vísi. Hann segist lengi hafa unnið í plötunni, síðastliðið eina og hálfa árið. Plötuna hefur hann gert ásamt félaga sínum Snorra Péturssyni sem fram kemur í nokkrum lögum. Á plötunni eru níu lög og er hún sett upp á ákveðinn hátt til að koma sögunni til skila. Sækir innblástur í eigin tilfinningar „Ég lagði ekki upp með það að hafa þetta svona, þetta var ekki planað. Ég ákvað þetta í raun bara allt saman í lokin, þá fattaði ég hvernig ég gæti lagt lögin upp á plötunni til þess að segja þessa sögu. Þetta er sönn saga, þó sumt sé ýkt, þá er þetta allt eitthvað sem varð mér raunverulegur innblástur,“ útskýrir Ísak. Hann segist sækja mikið í tónlist þegar honum líði illa. Með því að semja tónilist fái hann útrás fyrir tilfinningar sínar. Ísak segir að honum finnist því eðli málsins samkvæmt vænt um lögin á plötunni. „Þau minna mig auðvitað á þennan tíma. Hvert lag hefur sína sögu fyrir mér og sína merkingu. Eitt af þeim byrjaði ég að semja í fyrra, lagið „Missa vitið.“ Svo kláraði ég það ekki fyrr en í ár og þá var það komið með nýja meiningu fyrir mér, sem er kannski eitthvað sem ég vil ekki endilega deila.“ Ísak segist fyrst og fremst vera sáttur á þessum tímamótum, að hafa loksins gefið út sína fyrstu plötu. Með plötunni fylgir tónlistarmyndband við lagið Missa vitið en því er leikstýrt af Magnúsi Rönne. „Ég hlakka til að leyfa fólki loksins að sjá það, við lögðum alvöru vinnu í þetta.“ Hann segist engan veginn hættur. Hann einbeiti sér nú að því að fylgja þessari plötu úr hlaði en segist strax byrjaður að semja lög á þá næstu. „Ég er með nokkur í bígerð og vonast til þess að gefa þau út á næsta ári.“ Tónlist Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er saga, saga af villigötum, af því þegar þú ert á vitlausri leið en nærð svo loksins að finna ljósið,“ segir Ísak Dagur Kristjánsson, tónlistarmaðurinn SAKI í samtali við Vísi. Hann segist lengi hafa unnið í plötunni, síðastliðið eina og hálfa árið. Plötuna hefur hann gert ásamt félaga sínum Snorra Péturssyni sem fram kemur í nokkrum lögum. Á plötunni eru níu lög og er hún sett upp á ákveðinn hátt til að koma sögunni til skila. Sækir innblástur í eigin tilfinningar „Ég lagði ekki upp með það að hafa þetta svona, þetta var ekki planað. Ég ákvað þetta í raun bara allt saman í lokin, þá fattaði ég hvernig ég gæti lagt lögin upp á plötunni til þess að segja þessa sögu. Þetta er sönn saga, þó sumt sé ýkt, þá er þetta allt eitthvað sem varð mér raunverulegur innblástur,“ útskýrir Ísak. Hann segist sækja mikið í tónlist þegar honum líði illa. Með því að semja tónilist fái hann útrás fyrir tilfinningar sínar. Ísak segir að honum finnist því eðli málsins samkvæmt vænt um lögin á plötunni. „Þau minna mig auðvitað á þennan tíma. Hvert lag hefur sína sögu fyrir mér og sína merkingu. Eitt af þeim byrjaði ég að semja í fyrra, lagið „Missa vitið.“ Svo kláraði ég það ekki fyrr en í ár og þá var það komið með nýja meiningu fyrir mér, sem er kannski eitthvað sem ég vil ekki endilega deila.“ Ísak segist fyrst og fremst vera sáttur á þessum tímamótum, að hafa loksins gefið út sína fyrstu plötu. Með plötunni fylgir tónlistarmyndband við lagið Missa vitið en því er leikstýrt af Magnúsi Rönne. „Ég hlakka til að leyfa fólki loksins að sjá það, við lögðum alvöru vinnu í þetta.“ Hann segist engan veginn hættur. Hann einbeiti sér nú að því að fylgja þessari plötu úr hlaði en segist strax byrjaður að semja lög á þá næstu. „Ég er með nokkur í bígerð og vonast til þess að gefa þau út á næsta ári.“
Tónlist Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira