Sir Alex bannað að fara inn í klefann eftir leiki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2024 10:03 Sir Alex Ferguson stýrði Manchester United á árunum 1986-2013. Á þeim tíma vann liðið 38 titla. getty/James Gill Forráðamenn Manchester United hafa bannað Sir Alex Ferguson, sigursælasta knattspyrnustjóra í sögu félagsins, og öðrum í fótboltastjórn þess að fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Í gær var greint frá því að nýir minnihlutaeigendur United, INEOS sem Íslandsvinurinn Sir James Ratcliffe er í forsvari fyrir, hafi sagt upp samningi Fergusons við félagið. Síðan Skotinn hætti sem stjóri United 2013 hefur hann verið sendiherra og stjórnandi hjá félaginu og var vel launaður sem slíkur. Ratcliffe og félagar ákváðu hins vegar að segja manninum sem vann 38 titla á 26 árum hjá United upp. Ekki nóg með að Ferguson hafi svo gott sem verið rekinn frá United þá má hann ekki lengur fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Daily Mail greinir frá. United hafnar fréttunum en segir að það ríki skilningur um hverjir fara inn í klefann eftir leiki. Fótboltastjórn United er aðskilin frá aðalstjórn félagsins en hlutverk hennar er fyrst og fremst táknrænt. Auk Fergusons voru David Gill og Mike Edelson, Maurice Watkins og Sir Bobby Charlton heitnir ávallt velkomnir inn í klefa United eftir leiki. Algjört hneyksli Ákvörðun INOES-manna að reka Ferguson hefur ekki mælst vel fyrir. Eric Cantona, sem vann fjóra Englandsmeistaratitla með United á 10. áratugnum, er meðal þeirra sem er æfur yfir ákvörðuninni og segir Ratcliffe og félaga hafa sýnt Ferguson mikla vanvirðingu. „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. INOES hefur ráðist í viðamikinn niðurskurð hjá United en félagið tapaði 113,2 milljónum punda á síðasta tekjuári. Meðal annars var 250 starfsmönnum United sagt upp, þvert á deildir félagsins. Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Í gær var greint frá því að nýir minnihlutaeigendur United, INEOS sem Íslandsvinurinn Sir James Ratcliffe er í forsvari fyrir, hafi sagt upp samningi Fergusons við félagið. Síðan Skotinn hætti sem stjóri United 2013 hefur hann verið sendiherra og stjórnandi hjá félaginu og var vel launaður sem slíkur. Ratcliffe og félagar ákváðu hins vegar að segja manninum sem vann 38 titla á 26 árum hjá United upp. Ekki nóg með að Ferguson hafi svo gott sem verið rekinn frá United þá má hann ekki lengur fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Daily Mail greinir frá. United hafnar fréttunum en segir að það ríki skilningur um hverjir fara inn í klefann eftir leiki. Fótboltastjórn United er aðskilin frá aðalstjórn félagsins en hlutverk hennar er fyrst og fremst táknrænt. Auk Fergusons voru David Gill og Mike Edelson, Maurice Watkins og Sir Bobby Charlton heitnir ávallt velkomnir inn í klefa United eftir leiki. Algjört hneyksli Ákvörðun INOES-manna að reka Ferguson hefur ekki mælst vel fyrir. Eric Cantona, sem vann fjóra Englandsmeistaratitla með United á 10. áratugnum, er meðal þeirra sem er æfur yfir ákvörðuninni og segir Ratcliffe og félaga hafa sýnt Ferguson mikla vanvirðingu. „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. INOES hefur ráðist í viðamikinn niðurskurð hjá United en félagið tapaði 113,2 milljónum punda á síðasta tekjuári. Meðal annars var 250 starfsmönnum United sagt upp, þvert á deildir félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira