Sport

Dag­skráin í dag: Bónus deild karla í allri sinni dýrð, hafna­bolti og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bæði Tindastóll og ÍR eru í beinni í dag.
Bæði Tindastóll og ÍR eru í beinni í dag. Vísir/Anton Brink

Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru tólf beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.10 er Skiptiborðið á dagskrá. Þar verður farið yfir leiki kvöldsins í Bónus deild karla í körfubolta.

Klukkan 22.00 eru Tilþrifin á dagskrá. Þar verður hlaupið yfir það helsta sem gerðist í leikjum kvöldsins.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 03.00 er BMW Ladies Championship-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.05 hefst útsending frá Álftanesi þar sem heimamenn mæta Íslandsmeisturum Vals í Bónus deild karla.

Bónus deildin

Klukkan 20.00 er GAZið: Upphitun á dagskrá.

Bónus deildin 2

Klukkan 19.10 er leikur Stjörnunnar og ÍR á dagskrá.

Bónus deildin 3

Klukkan 19.10 er leikur Tindastóls og Hauka á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 16.55 er leikur Rhein-Neckar Löwen og HC Erlangen í efstu deild þýska handboltans karla megin á dagskrá.

Klukkan 18.55 er komið að leik Shrewsbury Town og Exeter City í ensku C-deildinni.

Klukkan 21.00 er komið að leik New York Yankees og Cleveland Guardians í MLB-deildinni í hafnabolta.

Klukkan 00.00 er komið að leik Los Angeles Dodgers og New York Mets í MLB-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×