Pogba segir að danssagan sé lygi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 14:31 Paul Pogba tekur dansspor. getty/Visionhaus Paul Pogba segir ekkert til í sögu Waynes Rooney um að þeir Jesse Lingard hafi dansað inni í búningsklefa Manchester United eftir tap. Pogba kom víða við í viðtali við Sky Sports og ræddi meðal annars söguna sem Rooney sagði einu sinni um dans þeirra Pogbas og Lingards. Honum fannst það vera til marks um hvernig hugarfarið hefði breyst hjá United. „Ég vil koma einu á hreint. Ég hef heyrt hluti og Wayne Rooney sagði að við hefðum tapað leik og við Jesse hefðum dansað í klefanum,“ sagði Pogba. „Þú þarft alltaf annað álit, annað vitni, svo ef einhver getur staðfest það sem Wayne Rooney sagði þegar hann var í klefanum samþykki ég það. Ef ekki þýðir það að þetta sé ekki satt. Jesse staðfesti þetta aldrei. Ég staðfesti þetta aldrei. Ég er tapsár og ég virði það sem ég geri, ég virði félagið og að ég hafi komið inn í klefa eftir tap, sett tónlist á og goðsögnin Wayne Rooney hafi setið þarna og ekki sagt neitt við okkur, passar það? Að enginn í félaginu hafi komið til okkar ef við dönsuðum eftir tap, hmm.“ "It's not true"Paul Pogba on Wayne Rooney's story that he danced in the Manchester United dressing room after a defeat 🔴 pic.twitter.com/Vd7866ISpb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 17, 2024 Pogba ætlar að snúa aftur í boltann á næsta ári eftir að hafa tekið út bann fyrir að falla á lyfjaprófi. Pogba var upphaflega dæmdur í fjögurra ára bann en það var stytt niður í átján mánuði. Pogba hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði franski miðjumaðurinn í viðtali við ESPN. Hinn 31 árs Pogba ætlar að koma tvíefldur til baka eftir bannið og segir að hann geti náð fyrri styrk, og gott betur. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður. Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba ákveðinn. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Pogba kom víða við í viðtali við Sky Sports og ræddi meðal annars söguna sem Rooney sagði einu sinni um dans þeirra Pogbas og Lingards. Honum fannst það vera til marks um hvernig hugarfarið hefði breyst hjá United. „Ég vil koma einu á hreint. Ég hef heyrt hluti og Wayne Rooney sagði að við hefðum tapað leik og við Jesse hefðum dansað í klefanum,“ sagði Pogba. „Þú þarft alltaf annað álit, annað vitni, svo ef einhver getur staðfest það sem Wayne Rooney sagði þegar hann var í klefanum samþykki ég það. Ef ekki þýðir það að þetta sé ekki satt. Jesse staðfesti þetta aldrei. Ég staðfesti þetta aldrei. Ég er tapsár og ég virði það sem ég geri, ég virði félagið og að ég hafi komið inn í klefa eftir tap, sett tónlist á og goðsögnin Wayne Rooney hafi setið þarna og ekki sagt neitt við okkur, passar það? Að enginn í félaginu hafi komið til okkar ef við dönsuðum eftir tap, hmm.“ "It's not true"Paul Pogba on Wayne Rooney's story that he danced in the Manchester United dressing room after a defeat 🔴 pic.twitter.com/Vd7866ISpb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 17, 2024 Pogba ætlar að snúa aftur í boltann á næsta ári eftir að hafa tekið út bann fyrir að falla á lyfjaprófi. Pogba var upphaflega dæmdur í fjögurra ára bann en það var stytt niður í átján mánuði. Pogba hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði franski miðjumaðurinn í viðtali við ESPN. Hinn 31 árs Pogba ætlar að koma tvíefldur til baka eftir bannið og segir að hann geti náð fyrri styrk, og gott betur. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður. Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba ákveðinn.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira