Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2024 11:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem mældi fylgi flokka eftir að tilkynnt var um slit ríkisstjórnarinnar síðastliðinn sunnudag. Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi, Miðflokkur með 17,7% og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,1%. Viðreisn mælist með 13,4% fylgi, Framsókn með 8,0% fylgi og Flokkur fólksins með 7,3% fylgi. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,2% eins og Píratar og Vinstri græn með 5,1%. Þá mælist Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar með 2,1% fylgi. Samkvæmt þessum fylgistölum fengi Samfylkingin 14 þingmenn kjörna, Miðflokkurinn 12 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 9, Viðreisn 9, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 5 en Píratar, VG og Sósíalistaflokkurinn 3. Rétt er að taka fram að um einfalda hlutfallslega reikninga er að ræða. Til samanburðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn í kosningunum 2021, Framsóknarflokkur 13 þingmenn, Vinstri græn 8 þingmenn, Samfylkingin 6, Flokkur fólksins 6, Píratar 6, Viðreisn 5 og og Miðflokkurinn 3. Tölurnar fyrir allan október Maskína mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Í gröfunum og línuritinu að ofan má sjá annars vegar fylgi flokkanna í uppsöfnuðum svörum við könnuninni yfir það sem liðið er af október og hins vegar þá daga eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfinu sunnudaginn 14. október. Tölurnar og vikmörk síðan ríkisstjórninni var slitið. Ef rýnt er í tölurnar fyrir október í heild sinni sést að Samfylkingin mælist með 22,8%, Miðflokkurinn með 17%, Viðreisn með 13,8%, Sjálfstæðisflokkurinn með 13,7%, Framsóknarflokkurinn með 7,0%, Píratar með 6,8%, Flokkur fólksins 6,6%, Sósíalistaflokkurinn 5,3%, Vinstri græn 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%. Helstu tíðindin þar hljóta að vera samanborið við tölurnar í september að fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tvö prósentustig, Viðreisn styrkir sig um þrjú prósentustig, Flokkur fólksins tapar tveimur prósentustigum og Píratar og Framsóknarflokkurinn einu prósentustigi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Maskína endurskoðaði þingsæti flokkanna. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem mældi fylgi flokka eftir að tilkynnt var um slit ríkisstjórnarinnar síðastliðinn sunnudag. Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi, Miðflokkur með 17,7% og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,1%. Viðreisn mælist með 13,4% fylgi, Framsókn með 8,0% fylgi og Flokkur fólksins með 7,3% fylgi. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,2% eins og Píratar og Vinstri græn með 5,1%. Þá mælist Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar með 2,1% fylgi. Samkvæmt þessum fylgistölum fengi Samfylkingin 14 þingmenn kjörna, Miðflokkurinn 12 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 9, Viðreisn 9, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 5 en Píratar, VG og Sósíalistaflokkurinn 3. Rétt er að taka fram að um einfalda hlutfallslega reikninga er að ræða. Til samanburðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn í kosningunum 2021, Framsóknarflokkur 13 þingmenn, Vinstri græn 8 þingmenn, Samfylkingin 6, Flokkur fólksins 6, Píratar 6, Viðreisn 5 og og Miðflokkurinn 3. Tölurnar fyrir allan október Maskína mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Í gröfunum og línuritinu að ofan má sjá annars vegar fylgi flokkanna í uppsöfnuðum svörum við könnuninni yfir það sem liðið er af október og hins vegar þá daga eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfinu sunnudaginn 14. október. Tölurnar og vikmörk síðan ríkisstjórninni var slitið. Ef rýnt er í tölurnar fyrir október í heild sinni sést að Samfylkingin mælist með 22,8%, Miðflokkurinn með 17%, Viðreisn með 13,8%, Sjálfstæðisflokkurinn með 13,7%, Framsóknarflokkurinn með 7,0%, Píratar með 6,8%, Flokkur fólksins 6,6%, Sósíalistaflokkurinn 5,3%, Vinstri græn 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%. Helstu tíðindin þar hljóta að vera samanborið við tölurnar í september að fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tvö prósentustig, Viðreisn styrkir sig um þrjú prósentustig, Flokkur fólksins tapar tveimur prósentustigum og Píratar og Framsóknarflokkurinn einu prósentustigi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Maskína endurskoðaði þingsæti flokkanna.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum