Ásmundur Einar skipar tvo skrifstofustjóra Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2024 15:02 Hafþór Einarsson og Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir. Stjr Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Hafþór Einarsson og Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur í tvö embætti skrifstofustjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hafþór sé skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála. „Hafþór er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og réttindi til kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Frá árinu 2022 hefur Hafþór verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Hann var sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar í ráðuneytinu 2018–2022. Áður starfaði hann sem fjármálasérfræðingur hjá Reykjavíkurborg og sem skrifstofustjóri Skóladeildar Akureyrarbæjar, auk þess að vera grunnskólakennari í Varmárskóla. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir er skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar. Halldóra er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og félagsráðgjöf til starfsréttinda frá sama skóla. Hún hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í réttarfélagsráðgjöf við Háskóla Íslands með áherslu á stjórnsýslurétt. Á árunum 2022 til 2024 var Halldóra teymisstjóri og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar hjá mennta og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Áður var hún verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og sérfræðingur og teymisstjóri barnamála hjá félagsmálaráðuneytinu. Halldóra var framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur 2005–2018 og verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra á árunum 2000–2005. Áður starfaði hún hjá Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Bæði hafa þau reynslu af breytingarstjórnun og stjórnun krefjandi verkefna auk sérþekkingar Hafþórs á fjármálastjórn og áætlanagerð á vegum hins opinbera og sérþekkingar Halldóru á stefnumótun og innleiðingu en hún kom m.a. að innleiðingu og lagaumgjörð um farsæld barna. Þá búa þau yfir reynslu af stjórnunarstörfum og reynslu af umbótavinnu. Ráðgefandi hæfnisnefndir skipaðar samkvæmt 19. gr. laga 115/2011 um Stjórnarráð Íslands lögðu mat á hæfni umsækjenda. Skipað er í embættin til fimm ára,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hafþór sé skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála. „Hafþór er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og réttindi til kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Frá árinu 2022 hefur Hafþór verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Hann var sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar í ráðuneytinu 2018–2022. Áður starfaði hann sem fjármálasérfræðingur hjá Reykjavíkurborg og sem skrifstofustjóri Skóladeildar Akureyrarbæjar, auk þess að vera grunnskólakennari í Varmárskóla. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir er skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar. Halldóra er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og félagsráðgjöf til starfsréttinda frá sama skóla. Hún hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í réttarfélagsráðgjöf við Háskóla Íslands með áherslu á stjórnsýslurétt. Á árunum 2022 til 2024 var Halldóra teymisstjóri og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar hjá mennta og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Áður var hún verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og sérfræðingur og teymisstjóri barnamála hjá félagsmálaráðuneytinu. Halldóra var framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur 2005–2018 og verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra á árunum 2000–2005. Áður starfaði hún hjá Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Bæði hafa þau reynslu af breytingarstjórnun og stjórnun krefjandi verkefna auk sérþekkingar Hafþórs á fjármálastjórn og áætlanagerð á vegum hins opinbera og sérþekkingar Halldóru á stefnumótun og innleiðingu en hún kom m.a. að innleiðingu og lagaumgjörð um farsæld barna. Þá búa þau yfir reynslu af stjórnunarstörfum og reynslu af umbótavinnu. Ráðgefandi hæfnisnefndir skipaðar samkvæmt 19. gr. laga 115/2011 um Stjórnarráð Íslands lögðu mat á hæfni umsækjenda. Skipað er í embættin til fimm ára,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira