Samkeppni á íslenskum frjósemismarkaði í fyrsta sinn Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 19. október 2024 22:56 Frjósemisstofan Sunna er nýopnuð og er það með komin samkeppni á þeim markaði í fyrsta sinn. Stöð 2 Ný frjósemisstofa hefur hafið starfsemi hér á landi og er í fyrsta sinn samkeppni á þessum markaði. Stofan mun bjóða upp á greiningu á genagöllum í fósturvísum sem geta leitt til alvarlegra sjúkdóma. Frjósemisstofan Sunna var formlega opnuð í gær þegar heilbrigðisráðherra fékk leiðsögn um svæðið en starfsemi er þegar hafin og aðsókn í þjónustuna töluverð. „Hún hefur verið mjög góð, vonum framar verð ég að segja. Við vissum náttúrulega ekkert á hverju við áttum von en talsvert áður en við opnuðum voru tugir manna búnir að hafa samband og óskað eftir þjónustu,“ segir Ingunn Jónsdóttir, meðeigandi Sunnu, í samtali við fréttastofu. Fyrsta fósturvísisgreiningin hérlendis Frjósemisstofan mun meðal annars bjóða upp á fósturvísisgreiningar sem þau segja að hafi hingað til ekki verið í boði hér á landi. Um er að ræða greiningu þar sem meðal annars er reynt að auka líkurnar á þungun. „Hins vegar getur maður líka notað þessa tækni til að greina sjúkdóma. Ef að par eða einstaklingur er með arfgenga sjúkdóma getur maður tekið lífssýni og komið í veg fyrir að það fæðist einstaklingur með mjög alvarlega sjúkdóma,“ segir Þórir Harðarson, meðeigandi stofunnar. Landsspítalinn mun koma að slíkum greiningum. Þetta er í fyrsta sinn sem samkeppni er á frjósemismarkaði á Íslandi en hingað til hefur aðeins einn aðili boðið upp á þjónustuna hérlendis. Þórir segir einokun á markaði aldrei af hinu góða. „Bara eins og með hvaða bransa sem er. Það er mikilvægt að það sé annar valkostur og við ætlum að vera með örlítið aðrar áherslur,“ segir hann. „Okkur fannst mikilvægt að vera með annan valkost.“ Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Frjósemisstofan Sunna var formlega opnuð í gær þegar heilbrigðisráðherra fékk leiðsögn um svæðið en starfsemi er þegar hafin og aðsókn í þjónustuna töluverð. „Hún hefur verið mjög góð, vonum framar verð ég að segja. Við vissum náttúrulega ekkert á hverju við áttum von en talsvert áður en við opnuðum voru tugir manna búnir að hafa samband og óskað eftir þjónustu,“ segir Ingunn Jónsdóttir, meðeigandi Sunnu, í samtali við fréttastofu. Fyrsta fósturvísisgreiningin hérlendis Frjósemisstofan mun meðal annars bjóða upp á fósturvísisgreiningar sem þau segja að hafi hingað til ekki verið í boði hér á landi. Um er að ræða greiningu þar sem meðal annars er reynt að auka líkurnar á þungun. „Hins vegar getur maður líka notað þessa tækni til að greina sjúkdóma. Ef að par eða einstaklingur er með arfgenga sjúkdóma getur maður tekið lífssýni og komið í veg fyrir að það fæðist einstaklingur með mjög alvarlega sjúkdóma,“ segir Þórir Harðarson, meðeigandi stofunnar. Landsspítalinn mun koma að slíkum greiningum. Þetta er í fyrsta sinn sem samkeppni er á frjósemismarkaði á Íslandi en hingað til hefur aðeins einn aðili boðið upp á þjónustuna hérlendis. Þórir segir einokun á markaði aldrei af hinu góða. „Bara eins og með hvaða bransa sem er. Það er mikilvægt að það sé annar valkostur og við ætlum að vera með örlítið aðrar áherslur,“ segir hann. „Okkur fannst mikilvægt að vera með annan valkost.“
Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira