Körfubolti

Martin klikkaði á lokaskotinu og Alba Berlin tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson á ferðinni með Alba Berlin liðinu.
Martin Hermannsson á ferðinni með Alba Berlin liðinu. Getty/Regina Hoffmann

Alba Berlin tapaði naumlega á móti Chemnitz í hörkuleik í þýska körfuboltanum í dag.

Chemnitz vann leikinn á endanum með þremur stigum, 81-78 en Alba var fjórum stigum yfir í hálfleik.

Alba Berlin hefur þar með tapað þremur af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum og situr í þriðja neðsta sætinu. Chemnitz var á svipuðum stað í töflunni en komst upp í tólfa sætið með sigrinum.

Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson setti niður risastóran þrist á lokakaflanum en klikkaði síðan á öðrum þrist í blálokin. Hefði Martin sett það skot niður hefði hanni tryggði Alba liðinu framlengingu.

Martin endaði leikinn með níu stig og fjórar stoðsendingar. Hann hitti þó bara úr 33 prósent skota sinna þaf af 1 af 4 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×