„Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 18:33 Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í suðvesturkjördæmi. Vísir/Einar Stofnandi Lýðræðisflokksins hyggst birta framboðslista í öllum kjördæmum á morgun. Hann leggur áherslu á frelsi einstaklingsins og húsnæðismál. Hann lýsir Lýðræðisflokknum sem hófstilltum hægri flokki. Allir núverandi flokkar á Alþingi ætla að bjóða fram í komandi kosningum eða átta talsins. Tveir nýir flokkar hyggjast bjóða sig fram Græningjar og Lýðræðisflokkurinn og svo Sósíalistaflokkur Íslands sem bauð fram í síðustu alþingiskosningum en náði ekki manni inn. Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi. „Ég mun tilkynna þrjá til fjóra efstu menn á öllum listum á morgun,“ segir Arnar. Annar forsetaframbjóðandi á lista Hann segist vera með fjölbreyttan hóp af fólki og öflugt fólk í grasrót. Ein þeirra sé Hildur Þórðardóttir sem bauð sig fram í forsetakosningunum 2016. „Hildur hefur eins og ég áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast í landinu og þó að við höfum ekki endilega sömu pólitísku skoðanir þá snýst málið núna um sjónarmið og baráttum sem er hafin upp fyirr flokkspólitík,“ segir hann. Hófstilltur hægri flokkur Arnar lýsir helstu stefnumálum. „Ég ætla að ná tökum á þessi vaxtaokri sem viðgengst í landinu og grundvallaratriði þar er að þar verði stöðugleiki í rekstri ríkisins. Því það veldur verðbólgu og hærri vöxtum. Hitt er að standa vörð um frelsi einstaklingsins og þjóðarinnar til að tryggja betra líf í landinu,“ segir Arnar. Við erum hófstilltur hægriflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið sitt svæði og Miðflokkurinn hefur ekki verið hægri flokkur og ætlar ekki að verða það. Samtal við Miðflokkinn vinargreiði Aðspurður um viðræður hans við Miðflokkinn um mögulegt framboð sitt fyrir flokkinn svarar Arnar. „Ég gerði vinum mínum þann greiða að eiga þetta samtal við Miðflokkinn en sá flokkur hefur ekki verið og ætlar ekki að verða hægri flokkur. Ég ætlaði mér frá upphafi að stofna Lýðræðisflokkinn og það varð raunin.“ Arnar Þór Jónsson fyrstur til að tilkynna um að hann byði sig fram til forseta 3. janúar 2024. Hann hlaut svo 5,1 prósent heildaratkvæða. Hann er bjartsýnn á að Lýðræðisflokkurinn hafi erindi sem erfiði í komandi baráttu. „Við stefnum eins hátt og við komumst,“ segir hann. Dýrmætur stuðningur fjölskyldunnar Hann segir fjölskylduna styðja sig í þessari baráttu eins og í forsetaslagnum. „Ég er svo heppin. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á og þetta álag sem við höfum verið undir í heilt ár og allt sem hefur ekki staðið undir væntingum þá stendur konan mín og börnin mín hundrað prósent með mér og það er dýrmætast. Einhvern tíma skrifa ég kannski ævisögu ársins 2024 þegar ég fór á kosningaflippið. Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp og þetta verður kannski skemmtilegur kafli í ævisögunni,“ segir Arnar að lokum. Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Allir núverandi flokkar á Alþingi ætla að bjóða fram í komandi kosningum eða átta talsins. Tveir nýir flokkar hyggjast bjóða sig fram Græningjar og Lýðræðisflokkurinn og svo Sósíalistaflokkur Íslands sem bauð fram í síðustu alþingiskosningum en náði ekki manni inn. Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi. „Ég mun tilkynna þrjá til fjóra efstu menn á öllum listum á morgun,“ segir Arnar. Annar forsetaframbjóðandi á lista Hann segist vera með fjölbreyttan hóp af fólki og öflugt fólk í grasrót. Ein þeirra sé Hildur Þórðardóttir sem bauð sig fram í forsetakosningunum 2016. „Hildur hefur eins og ég áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast í landinu og þó að við höfum ekki endilega sömu pólitísku skoðanir þá snýst málið núna um sjónarmið og baráttum sem er hafin upp fyirr flokkspólitík,“ segir hann. Hófstilltur hægri flokkur Arnar lýsir helstu stefnumálum. „Ég ætla að ná tökum á þessi vaxtaokri sem viðgengst í landinu og grundvallaratriði þar er að þar verði stöðugleiki í rekstri ríkisins. Því það veldur verðbólgu og hærri vöxtum. Hitt er að standa vörð um frelsi einstaklingsins og þjóðarinnar til að tryggja betra líf í landinu,“ segir Arnar. Við erum hófstilltur hægriflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið sitt svæði og Miðflokkurinn hefur ekki verið hægri flokkur og ætlar ekki að verða það. Samtal við Miðflokkinn vinargreiði Aðspurður um viðræður hans við Miðflokkinn um mögulegt framboð sitt fyrir flokkinn svarar Arnar. „Ég gerði vinum mínum þann greiða að eiga þetta samtal við Miðflokkinn en sá flokkur hefur ekki verið og ætlar ekki að verða hægri flokkur. Ég ætlaði mér frá upphafi að stofna Lýðræðisflokkinn og það varð raunin.“ Arnar Þór Jónsson fyrstur til að tilkynna um að hann byði sig fram til forseta 3. janúar 2024. Hann hlaut svo 5,1 prósent heildaratkvæða. Hann er bjartsýnn á að Lýðræðisflokkurinn hafi erindi sem erfiði í komandi baráttu. „Við stefnum eins hátt og við komumst,“ segir hann. Dýrmætur stuðningur fjölskyldunnar Hann segir fjölskylduna styðja sig í þessari baráttu eins og í forsetaslagnum. „Ég er svo heppin. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á og þetta álag sem við höfum verið undir í heilt ár og allt sem hefur ekki staðið undir væntingum þá stendur konan mín og börnin mín hundrað prósent með mér og það er dýrmætast. Einhvern tíma skrifa ég kannski ævisögu ársins 2024 þegar ég fór á kosningaflippið. Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp og þetta verður kannski skemmtilegur kafli í ævisögunni,“ segir Arnar að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira