„Ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 22:08 Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Einar Meðferðarrýmum á Stuðlum fækkar úr sex í fjögur þegar starfsemi hefst að nýju á næstu dögum. Allir verkferlar verða yfirfarnir í kjölfar eldsvoða sem þar varð um helgina. Staðan er bæði þung og erfið segir framkvæmdastjóri. Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum á Stuðlum í dag við viðgerðir og breytingar á húsnæði eftir alvarlegan bruna um helgina. Vonast er til þess að hægt verði að hefja starfsemi að nýju á allra næstu dögum. „Nú erum við í rauninni bara að reyna að gera húsið klárt þannig að við getum tekið við börnum. Það er verið að útbúa ný rými fyrir neyðarvistun og gera það klárt,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Meðal annars er verið að koma upp nýjum veggjum og setja upp öryggisbúnað. Ekki verður pláss fyrir eins marga í meðferð. „En við erum alla veganna að koma upp einhverju núna, það er svona það fyrsta sem við þurfum að gera. Meðferðardeildin hún minnkar í rauninni niður í fjögur pláss sem voru áður sex pláss til þess að við höfum meira rými í neyðarvistun. Þannig að við erum að reyna að aðlaga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Funi. Starfsfólk reyni að gera það besta úr þungri stöðu Sautján ára piltur lést í brunanum á laugardaginn sem enn er til rannsóknar. Funi segir ljóst að allir öryggis- og verkferlar verði yfirfarnir í kjölfar eldsvoðans. „Það er bara rannsókn í gangi og við fáum mögulega einhverjar ábendingar út frá því. En alltaf þegar einhverjir vondir hlutir gerast þá þarf að skoða allt,“ segir Funi. Börnum sem voru á Stuðlum um helgina var ýmist komið í annað úrræði að Vogi eða þeim ekið heim til foreldra í kjölfar brunans. Tvö þeirra struku að heiman í framhaldinu. Funi segir að taka hafi þurft hraðar ákvarðanir undir erfiðum kringumstæðum, en með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Mikið hafi mætt á bæði skjólstæðingum og starfsfólki að undanförnu. „Við vitum að við erum að gera okkar besta. Við vitum og ég veit að við erum með afskaplega fært og flott fólk sem er með hjartað á réttum stað. Þannig ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta, en þetta er bara þungt núna,“ segir Funi. Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum á Stuðlum í dag við viðgerðir og breytingar á húsnæði eftir alvarlegan bruna um helgina. Vonast er til þess að hægt verði að hefja starfsemi að nýju á allra næstu dögum. „Nú erum við í rauninni bara að reyna að gera húsið klárt þannig að við getum tekið við börnum. Það er verið að útbúa ný rými fyrir neyðarvistun og gera það klárt,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Meðal annars er verið að koma upp nýjum veggjum og setja upp öryggisbúnað. Ekki verður pláss fyrir eins marga í meðferð. „En við erum alla veganna að koma upp einhverju núna, það er svona það fyrsta sem við þurfum að gera. Meðferðardeildin hún minnkar í rauninni niður í fjögur pláss sem voru áður sex pláss til þess að við höfum meira rými í neyðarvistun. Þannig að við erum að reyna að aðlaga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Funi. Starfsfólk reyni að gera það besta úr þungri stöðu Sautján ára piltur lést í brunanum á laugardaginn sem enn er til rannsóknar. Funi segir ljóst að allir öryggis- og verkferlar verði yfirfarnir í kjölfar eldsvoðans. „Það er bara rannsókn í gangi og við fáum mögulega einhverjar ábendingar út frá því. En alltaf þegar einhverjir vondir hlutir gerast þá þarf að skoða allt,“ segir Funi. Börnum sem voru á Stuðlum um helgina var ýmist komið í annað úrræði að Vogi eða þeim ekið heim til foreldra í kjölfar brunans. Tvö þeirra struku að heiman í framhaldinu. Funi segir að taka hafi þurft hraðar ákvarðanir undir erfiðum kringumstæðum, en með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Mikið hafi mætt á bæði skjólstæðingum og starfsfólki að undanförnu. „Við vitum að við erum að gera okkar besta. Við vitum og ég veit að við erum með afskaplega fært og flott fólk sem er með hjartað á réttum stað. Þannig ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta, en þetta er bara þungt núna,“ segir Funi.
Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira