Innlent

Nú má heita Aster og Vestur

Jón Þór Stefánsson skrifar
Íslendingar geta nú auðveldlega skýrt börn í höfuðið á hryllingsmyndaleikstjóranum Ari Aster. Erfiðara er að líkja eftir nafni tónlistarmannsins Kanye West, en þó má nú heita Vestur.
Íslendingar geta nú auðveldlega skýrt börn í höfuðið á hryllingsmyndaleikstjóranum Ari Aster. Erfiðara er að líkja eftir nafni tónlistarmannsins Kanye West, en þó má nú heita Vestur. Getty

Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt.

Nefndin samþykkti karlmannsnöfnin Kaspían, Heiðsteinn, Arslan og Mateo.

Kvenmannsnöfnin Lindey, Kristmey, Oddey, Vorsól og Aveline voru samþykkt, sem og kynhlutlausu nöfnin Aster og Vestur.

Tvö þessara nafna voru samþykkt sem ritháttarafbrigði annarra nafna. Það voru Aveline, sem mun teljast sem ritháttarafbrigði nafnsins Avelín. Og Mateo mun teljast sem afbrigði nafnsins Mateó.

Ef til vill er aðdáendur ævintýranna um Narníu ánægðir með þessa úrskurði. Þar kemur persónan prins Kaspían fyrir. Einnig kemur ljónið Aslan fyrir, en nú mega íslenskir karlmenn bara nafnið Arslan.

Ben Barnes fór með hlutverk Prinsins Kaspíans í kvikmynd um Narníu frá árinu 2008. Liam Neeson talsetti ljónið Aslan í sömu mynd. Þeirra á milli er leikkonan Natasha Richardson.Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×