Naumt hjá Skyttunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 21:20 Declan Rice í leik kvöldsins. EPA-EFE/NEIL HALL Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. Skytturnar hans Mikel Arteta voru vissulega betri aðilinn í kvöld en mörkin létu standa á sér. Sigurmarkið kom eftir tæpan hálftíma þegar Riznyk varði boltann í eigið net. Leandro Trossard fékk kjörið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar skammt var til leiksloka en Riznyk varði vítaspyrnu hans. Lokatölur 1-0 og Arsenal hefur því ekki enn fengið á sig mark í Meistaradeild Evrópu, markatalan 3-0 eftir þrjá leiki og sjö stig komin í hús. Arsenal situr sem stendur í 4. sæti en Shakhtar er í 29. sæti. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. Skytturnar hans Mikel Arteta voru vissulega betri aðilinn í kvöld en mörkin létu standa á sér. Sigurmarkið kom eftir tæpan hálftíma þegar Riznyk varði boltann í eigið net. Leandro Trossard fékk kjörið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar skammt var til leiksloka en Riznyk varði vítaspyrnu hans. Lokatölur 1-0 og Arsenal hefur því ekki enn fengið á sig mark í Meistaradeild Evrópu, markatalan 3-0 eftir þrjá leiki og sjö stig komin í hús. Arsenal situr sem stendur í 4. sæti en Shakhtar er í 29. sæti.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti