Enski boltinn

Fimm leikja bann fyrir að hrækja er dómararnir gengu fram­hjá

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Evangelos Marinakis á stóran þátt í upprisu Nottingham Forest á undanförnum árum.
Evangelos Marinakis á stóran þátt í upprisu Nottingham Forest á undanförnum árum. EPA-EFE/PETER POWELL

Evangelos Marinakis, hinn skrautlegi eigandi Nottingham Forest og Olympiacos, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta.

Marinakis var allt annað en sáttur eftir 1-0 tap Forest geng Fulham og ákvað að hrækja af alefli á jörðina er dómarar leiksins gengu framhjá. Hann var í kjölfarið dæmdur í bann af ensku úrvalsdeildinni og nú hefur óháður dómstóll staðfest dóminn.

Eigandi Forest þvertekur fyrir að hafa hrækt en hafi vissulega hóstað þegar dómarateymið gekk framhjá honum. Marinakis sagði jafnframt að hann reyki 2-3 vindla á dag og þurfi því oft að hósta.

Oftast nær hósti hann í einhverskonar pappír þar sem oftar en ekki fylgir slím hóstanum. Að þessu sinni hafi hann ekki verið með pappír meðferðis og hafi því hóstað á gólfið.

Enska úrvalsdeildin, né óháði dómstóllinn, tók rök eigandans gild og hefur dæmt hann í fimm leikja bann. Marinakis hefur þegar tekið út einn leik í bann en hann var hvergi sjáanlegur þegar Forest lagði Crystal Palace 1-0 um liðna helgi.

Hann mun einnig missa af leikjum liðsins gegn Leicester City, West Ham United, Newcastle United og Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×