Sjáðu mörkin: Sjálfsmark fyrir Arsenal, þrenna Vinicius og mark beint úr horni Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 07:13 Vinicius Junior reif sig úr að ofan eftir stórkostlegt mark gegn Dortmund í gær. Getty/Jean Catuffe Vinicius Junior var einn helsti senuþjófur gærkvöldsins þegar átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Mörkin úr öllum leikjunum má nú sjá á Vísi. Vinicius og félagar lentu í hremmingum gegn Dortmund sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Þrenna Brasilíumannsins, sem var stórkostlegur í gær, hjálpaði Real að vinna 5-2 sigur. Klippa: Mörk Real Madrid og Dortmund Eina markið í sigri Arsenal gegn Shaktar Donetsk, 1-0, var í raun sjálfsmark markvarðar Shaktar en það kom eftir stangarskot Gabriels Martinelli. Leandro Trossard fékk víti til að auka muninn en Dmytro Riznyk varði spyrnuna sem var beint á markið. Klippa: Mark og víti Arsenal Achraf Hakimi skoraði jöfnunarmark PSG gegn PSV, í 1-1 jafntefli í París, með firnaföstu skoti. Noa Lang hafði komið PSV yfir í fyrri hálfleik. Klippa: Mörk PSG og PSV Aston Villa er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, eftir 2-0 sigur gegn Bologna. John McGinn skoraði fyrra markið úr aukaspyrnu sem endaði í netinu, og John Duran seinna markið. Klippa: Mörk Aston Villa gegn Bologna Leikur Juventus og Stuttgart var viðburðaríkur og dramatískur en Stuttgart vann að lokum 1-0 útisigur. Deniz Undav virtist hafa komið Stuttgart yfir snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Danilo fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mínútu, en Enzo Millot náði ekki að nýta vítaspyrnuna. Eli Bilal Touré tryggði Stuttgart þó sigur í uppbótartíma. Klippa: Mark, víti og rautt í sigri Stuttgart Christian Pulisic skoraði beint úr hornspyrnu í 3-1 sigri AC Milan gegn Club Brugge. Gestirnir frá Brugge misstu Raphael Onyedika af velli með rautt spjald á 40. mínútu en náðu samt að jafna þegar Kyriani Sabbe skoraði á 51. mínútu. Tijani Reijnders tryggði Milan hins vegar sigur með tveimur mörkum. Klippa: Mörk AC Milan og Club Brugge Miguel Gutiérrez og Juanpe, sem skoraði beint úr aukaspyrnu, skoruðu mörk Girona í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Klippa: Mörk Girona gegn Slovan Bratislava Svíinn Viktor Gyökeres skoraði afar laglega fyrir Sporting Lissabon í 2-0 sigri gegn Sturm Graz á útivelli. Nuno Santos kom Sporting yfir í leiknum. Klippa: Mörk Sporting gegn Sturm Graz Loks vann Monaco 5- 1 stórsigur á Rauðu stjörnunni þar sem Japaninn Takumi Minamino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk. Klippa: Mörkin í sigri Monaco á Rauðu stjörnunni Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Vinicius og félagar lentu í hremmingum gegn Dortmund sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Þrenna Brasilíumannsins, sem var stórkostlegur í gær, hjálpaði Real að vinna 5-2 sigur. Klippa: Mörk Real Madrid og Dortmund Eina markið í sigri Arsenal gegn Shaktar Donetsk, 1-0, var í raun sjálfsmark markvarðar Shaktar en það kom eftir stangarskot Gabriels Martinelli. Leandro Trossard fékk víti til að auka muninn en Dmytro Riznyk varði spyrnuna sem var beint á markið. Klippa: Mark og víti Arsenal Achraf Hakimi skoraði jöfnunarmark PSG gegn PSV, í 1-1 jafntefli í París, með firnaföstu skoti. Noa Lang hafði komið PSV yfir í fyrri hálfleik. Klippa: Mörk PSG og PSV Aston Villa er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, eftir 2-0 sigur gegn Bologna. John McGinn skoraði fyrra markið úr aukaspyrnu sem endaði í netinu, og John Duran seinna markið. Klippa: Mörk Aston Villa gegn Bologna Leikur Juventus og Stuttgart var viðburðaríkur og dramatískur en Stuttgart vann að lokum 1-0 útisigur. Deniz Undav virtist hafa komið Stuttgart yfir snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Danilo fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mínútu, en Enzo Millot náði ekki að nýta vítaspyrnuna. Eli Bilal Touré tryggði Stuttgart þó sigur í uppbótartíma. Klippa: Mark, víti og rautt í sigri Stuttgart Christian Pulisic skoraði beint úr hornspyrnu í 3-1 sigri AC Milan gegn Club Brugge. Gestirnir frá Brugge misstu Raphael Onyedika af velli með rautt spjald á 40. mínútu en náðu samt að jafna þegar Kyriani Sabbe skoraði á 51. mínútu. Tijani Reijnders tryggði Milan hins vegar sigur með tveimur mörkum. Klippa: Mörk AC Milan og Club Brugge Miguel Gutiérrez og Juanpe, sem skoraði beint úr aukaspyrnu, skoruðu mörk Girona í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Klippa: Mörk Girona gegn Slovan Bratislava Svíinn Viktor Gyökeres skoraði afar laglega fyrir Sporting Lissabon í 2-0 sigri gegn Sturm Graz á útivelli. Nuno Santos kom Sporting yfir í leiknum. Klippa: Mörk Sporting gegn Sturm Graz Loks vann Monaco 5- 1 stórsigur á Rauðu stjörnunni þar sem Japaninn Takumi Minamino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk. Klippa: Mörkin í sigri Monaco á Rauðu stjörnunni
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira