Fyrsti feðgaleikurinn: „Ein besta gjöf sem ég hef fengið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 09:34 LeBron James setur hér upp hlíf fyrir Bronny James, son sinn, í sigrinum gegn Minnesota Timberwolves, í fyrsta leik feðga í sögu NBA-deildarinnar. Getty/Jevone Moore LeBron James og Bronny sonur hans skráðu sig í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld með því að verða fyrstu feðgarnir til að spila saman í deildinni. Fyrstu leikir nýs tímabils í NBA-deildinni fóru fram í gærkvöld. Boston Celtics unnu New York Knicks, 132-109, og í Los Angeles unnu James-feðgarnir með Lakers 110-103 sigur gegn Minnesota Timberwolves. Hin tvítugi Bronny er að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni en feðgarnir léku einnig saman á undirbúningstímabilinu. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir fyrsta alvöru leik þeirra saman og þeir fengu að spila saman í örfáar mínútur í öðrum leikhluta í gærkvöld, við mikinn fögnuð í uppseldri höllinni. "You ready? Just play care free... go out and play hard."Year 22 with a bit of advice for Year 1. https://t.co/SKNTEA4gkQ pic.twitter.com/g5Trgujjzt— NBA (@NBA) October 23, 2024 „Fjölskyldan hefur alltaf verið í forgangi,“ sagði LeBron sem sat fyrir svörum með Bronny eftir leikinn. „Ég er búinn að missa af miklum tíma vegna þessarar deildar… svo það að geta átt þessa stund þar sem ég er enn að, og get unnið með syni mínum, er ein besta gjöf sem ég hef fengið frá manninum á efri hæðinni, og ég ætla að nýta hana til fulls,“ sagði LeBron, sem er 39 ára gamall og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Bronny lék raunar aðeins 2 mínútur og 41 sekúndu í leiknum en náði á þeim tíma einu frákasti. Pabbi hans var að vanda mikilvægur og skoraði sextán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Það var þó Anthony Davis sem fór fyrir liði Lakers en hann skoraði 36 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. LeBron James. Bronny James.The first father-son duo to play together in the NBA! pic.twitter.com/naadFLoPmh— NBA (@NBA) October 23, 2024 Þetta er 22. leiktíð LeBron James og hann hefur ekki gefið út hvenær hann hyggist leggja skóna á hilluna. Hann mun að minnsta kosti fá nóg af leikjum með syni sínum á þessari leiktíð. „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny James. Pabbi hans hefur líka minnt hann á það hve heppnir þeir séu að fá að spila í NBA-deildinni. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða,“ sagði LeBron James og bætti við. „Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu.“ NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Sjá meira
Fyrstu leikir nýs tímabils í NBA-deildinni fóru fram í gærkvöld. Boston Celtics unnu New York Knicks, 132-109, og í Los Angeles unnu James-feðgarnir með Lakers 110-103 sigur gegn Minnesota Timberwolves. Hin tvítugi Bronny er að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni en feðgarnir léku einnig saman á undirbúningstímabilinu. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir fyrsta alvöru leik þeirra saman og þeir fengu að spila saman í örfáar mínútur í öðrum leikhluta í gærkvöld, við mikinn fögnuð í uppseldri höllinni. "You ready? Just play care free... go out and play hard."Year 22 with a bit of advice for Year 1. https://t.co/SKNTEA4gkQ pic.twitter.com/g5Trgujjzt— NBA (@NBA) October 23, 2024 „Fjölskyldan hefur alltaf verið í forgangi,“ sagði LeBron sem sat fyrir svörum með Bronny eftir leikinn. „Ég er búinn að missa af miklum tíma vegna þessarar deildar… svo það að geta átt þessa stund þar sem ég er enn að, og get unnið með syni mínum, er ein besta gjöf sem ég hef fengið frá manninum á efri hæðinni, og ég ætla að nýta hana til fulls,“ sagði LeBron, sem er 39 ára gamall og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Bronny lék raunar aðeins 2 mínútur og 41 sekúndu í leiknum en náði á þeim tíma einu frákasti. Pabbi hans var að vanda mikilvægur og skoraði sextán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Það var þó Anthony Davis sem fór fyrir liði Lakers en hann skoraði 36 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. LeBron James. Bronny James.The first father-son duo to play together in the NBA! pic.twitter.com/naadFLoPmh— NBA (@NBA) October 23, 2024 Þetta er 22. leiktíð LeBron James og hann hefur ekki gefið út hvenær hann hyggist leggja skóna á hilluna. Hann mun að minnsta kosti fá nóg af leikjum með syni sínum á þessari leiktíð. „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny James. Pabbi hans hefur líka minnt hann á það hve heppnir þeir séu að fá að spila í NBA-deildinni. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða,“ sagði LeBron James og bætti við. „Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu.“
NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Sjá meira