Villa tók á móti Bologna í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu í gær. Durán var í byrjunarliði Villa á kostnað Ollies Watkins en þetta var fyrsti heimaleikurinn í ellefu mánuði sem hann byrjar.
Durán gulltryggði sigur Villa þegar hann skoraði annað mark liðsins á 64. mínútu. Strax eftir markið var hann tekinn af velli.
Kólumbíumaðurinn hafði engan húmor fyrir því og sparkaði aftan í sæti á varamannabekknum í bræðiskasti eins og sjá má hér fyrir neðan.
Unai Emery, knattspyrnustjóri Villa, tók þessu með stóískri ró og hrósaði Durán eftir leikinn.
„Durán skoraði og er sjóðheitur. Við erum með frábæra samkeppni um framherjastöðuna með þá Watkins sem geta skorað mörk,“ sagði Emery.
Durán hefur skorað sjö mörk á tímabilinu og er markahæstur í liði Villa. Watkins kemur næstur með fimm mörk.
Villa vann leikinn í gær, 2-0, og er á toppi Meistaradeildarinnar með níu stig og markatöluna 6-0.