Náðu því hvað LeBron sagði við soninn fyrir stundina sögulegu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2024 12:48 Lebron og Bronny James í viðtali eftir leikinn sögulega í nótt. vísir/getty LeBron James og Bronny James skrifuðu NBA-söguna í nótt þegar þeir urðu fyrstu feðgarnir í sögu deildarinnar til að spila saman. Los Angeles Lakers tók á móti Minnesota Timberwolves þegar tímabilið 2024-25 í NBA hófst í nótt. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum vegna möguleikans á að James-feðgarnir myndu spila saman. Draumur þeirra rættist þegar fjórar mínútur voru eftir af 2. leikhluta. LeBron og Bronny komu þá báðir inn á sama tíma og spiluðu saman í smá stund. „Ertu tilbúinn,“ heyrðist LeBron segja við soninn þegar þeir gerðu sig klára að koma inn á. Strákurinn svaraði játandi. „Finnirðu fyrir spennunni? Spilaðu bara frjáls. Ekki hafa áhyggjur af mistökum. Farðu bara inn á og spilaðu af krafti,“ sagði LeBron við Bronny. LeBron: "You ready?"Bronny: "Yup."This LeBron and Bronny moment mic’d up ❤️🎙️ pic.twitter.com/ffzTOoIdCx— Bleacher Report (@BleacherReport) October 23, 2024 Bronny spilaði þrjár mínútur í sínum fyrsta NBA-leik á ferlinum. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum en tók eitt frákast. LeBron spilaði í 35 mínútur; skoraði sextán stig, tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Lakers vann leikinn með sjö stiga mun, 110-103. Anthony Davis fór á kostum í liði Lakers; skoraði 36 stig, tók sextán fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði þrjú skot. Ofurstoltur af syninum „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny eftir leikinn. LeBron kvaðst einnig fullur þakklætis. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða. Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu,“ sagði LeBron. Hann var að hefja sitt 22. tímabil í NBA en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. LeBron verður fertugur 30. desember en Bronny er nýorðinn tvítugur. Lakers valdi hann með 55. valrétti í nýliðavalinu í sumar. NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Sjá meira
Los Angeles Lakers tók á móti Minnesota Timberwolves þegar tímabilið 2024-25 í NBA hófst í nótt. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum vegna möguleikans á að James-feðgarnir myndu spila saman. Draumur þeirra rættist þegar fjórar mínútur voru eftir af 2. leikhluta. LeBron og Bronny komu þá báðir inn á sama tíma og spiluðu saman í smá stund. „Ertu tilbúinn,“ heyrðist LeBron segja við soninn þegar þeir gerðu sig klára að koma inn á. Strákurinn svaraði játandi. „Finnirðu fyrir spennunni? Spilaðu bara frjáls. Ekki hafa áhyggjur af mistökum. Farðu bara inn á og spilaðu af krafti,“ sagði LeBron við Bronny. LeBron: "You ready?"Bronny: "Yup."This LeBron and Bronny moment mic’d up ❤️🎙️ pic.twitter.com/ffzTOoIdCx— Bleacher Report (@BleacherReport) October 23, 2024 Bronny spilaði þrjár mínútur í sínum fyrsta NBA-leik á ferlinum. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum en tók eitt frákast. LeBron spilaði í 35 mínútur; skoraði sextán stig, tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Lakers vann leikinn með sjö stiga mun, 110-103. Anthony Davis fór á kostum í liði Lakers; skoraði 36 stig, tók sextán fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði þrjú skot. Ofurstoltur af syninum „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny eftir leikinn. LeBron kvaðst einnig fullur þakklætis. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða. Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu,“ sagði LeBron. Hann var að hefja sitt 22. tímabil í NBA en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. LeBron verður fertugur 30. desember en Bronny er nýorðinn tvítugur. Lakers valdi hann með 55. valrétti í nýliðavalinu í sumar.
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Sjá meira