Körfubolti

Bæði bikar­meistara­liðin fá krefjandi verk­efni

Sindri Sverrisson skrifar
Keflvíkingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð.
Keflvíkingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð. vísir/Hulda Margrét

Bikarmeistarar Keflavíkur í karla- og kvennaflokki eiga fyrir höndum snúin verkefni í titilvörn sinni, í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta.

Dregið var í dag og mæta Keflavíkurkonur grönnum sínum úr Njarðvík í nýju IceMar-höllinni, en Keflavíkurkarlar taka á móti Tindastóli í leik liðanna sem mættust í úrslitaleik í Laugardalshöll á síðustu leiktíð.

Keflavíkurkonur eiga titla að verja í vetur.vísir/Hulda Margrét

Aðeins einn annar úrvalsdeildarslagur er í 16-liða úrslitum kvenna en þar mætast Valur og Haukar. Hjá körlunum eru hins vegar fjórir leikir þar sem úrvalsdeildarlið mætast, til að mynda stórleikur á milli Vals og Grindavíkur. Þór tekur á móti Stjörnunni í Þorlákshöfn og KR sækir Hött heim á Egilsstaði.

Hér að neðan má sjá dráttinn í heild sinni. Leikirnir hjá konunum fara fram dagana 7.-8. desember en karlarnir spila 8.-9. desember.

  • 16-liða úrslit kvenna:
  • Hamar/Þór - KR
  • Grindavík - Snæfell
  • Aþena - Ármann
  • Valur - Haukar
  • Fjölnir - Stjarnan
  • Selfoss - Tindastóll
  • ÍR - Þór Akureyri
  • Njarðvík - Keflavík

  • 16-liða úrslit karla:
  • Þór Þ. - Stjarnan
  • Breiðablik - Haukar
  • Álftanes - Snæfell
  • Sindri - KV
  • Njarðvík - Selfoss
  • Keflavík - Tindastóll
  • Höttur - KR
  • Valur - Grindavík

Undanúrslitin og úrslitin í VÍS-bikarnum fara fram í Smáranum í Kópavogi í mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×