Viðskipti innlent

Fjögur fé­lög Bergvins gjald­þrota

Árni Sæberg skrifar
Bergvin Oddsson rak 900 grillhús og Ösku hostel í Vestmannaeyjum.
Bergvin Oddsson rak 900 grillhús og Ösku hostel í Vestmannaeyjum. Aðsend

Þann fjórtánda október voru fjórir gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp í Héraðsdómi Suðurlands. Öll félögin fjögur eru í eigu Bergvins Oddsonar, veitingamanns og fyrrverandi formanns Blindrafélags Íslands, eða eiginkonu hans.

Félögin sem um ræðir eru 900 fasteignir ehf., 900 Veitingar ehf., Aska 900 Hostel ehf., og Fasteignafélagið Hnjúkur ehf.. 

Bergvin rak ásamt konu sinni Fannýju Rósu Bjarnadóttur veitingastaðinn 900 grillhús og gistiheimilið Ösku hostel í Vestmannaeyjum. Fasteignafélagið Hnjúkur var í meirihlutaeigu Bergvins og minnihlutaeigu bróður hans, Hafsteins Oddssonar, að því er segir í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.

Bergvin hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm í maí þessa árs fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum. Brotin framdi hann á árunum 2020, 2021, og 2022, annars vegar á gistiheimilinu og hins vegar á veitingastaðnum.


Tengdar fréttir

Telja að Bergvin hafi sýnt af sér dómgreindarleysi

Sannleiksnefnd Blindrafélagsins hefur skilað af sér skýrslu um aðdraganda og ástæður þess að stjórn félagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, þáverandi formann félagsins, í september síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×