Slot skýrir stöðu Chiesa: „Ég vorkenni honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 17:31 Chiesa hefur aðeins spilað í 78 mínútur fyrir Rauða herinn frá skiptum hans í sumar. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Arne Slot sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðs hans Liverpool við RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skýrði út stöðu Ítalans Federico Chiesa hjá liðinu. Chiesa hefur verið inn og út úr hóp hjá enska liðinu frá skiptum hans til Bítlaborgarinnar í sumar. Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool frá því að félagið keypti hann frá Juventus á Ítalíu í sumar. Þar var hann úti í kuldanum hjá Thiago Motta, sem tók við Túrínarfélaginu í sumar, og æfði lítið með liðinu á undirbúningstímabilinu. Slot segir það skýra stöðu Ítalans, að mestu. „Hann missti af heilu undirbúningstímabili, ég sagði þetta margoft. Hann er að fara í deild þar sem hraðinn er jafnvel meiri en í ítölsku deildinni. Við erum búnir að mæta ítölsku liðunum tveimur svo ég get sagt þetta núna,“ sagði Slot á blaðamannafundi í aðdraganda leik Liverpool við Leipzig í kvöld. Slot stýrir sínum mönnum gegn Leipzig í kvöld. Óvíst er hvort Chiesa verði í leikmannahópnum en hann var utan hóps gegn Chelsea í deildinni um helgina.Carl Recine/Getty Images „Þannig að það gerir það erfitt fyrir hann að stíga skrefið í átt að því formi og hraða sem restin af liðinu er á í augnablikinu. Það hefur ekki svo mikið með ítölsku deildina eða ensku úrvalsdeildina að gera. Það hefur meira að gera með að hann missir af heilu undirbúningstímabili og það er svo erfitt fyrir alla leikmenn – þegar leikirnir eru svona reglulega – að byggja þá upp í átt að því stigi sem aðrir leikmenn eru á,“ segir Slot. Hann finnur til með Chiesa vegna þess eltingaleiks sem hann sé lentur í. Slot vonast þó til að hann komist á stig annarra leikmanna og þá sé tímabil eftir þetta. „Það eru mikil vonbrigði fyrir hann að hann sé að fara inn og út af æfingum ítrekað. Ég vorkenni honum,“ segir Slot og bætir við: „En hann skrifaði undir langtímasamning svo við munum sjá hvað hann færir okkur. Í augnablikinu, því miður fyrir hann, hefur hann aðeins verið einu sinni eða tvisvar í hópnum og ekki meira en það.“ Leikur Liverpool og Leipzig er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Honum verður einnig fylgt eftir í beinni í Meistaradeildarmessunni, ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins, sem hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool frá því að félagið keypti hann frá Juventus á Ítalíu í sumar. Þar var hann úti í kuldanum hjá Thiago Motta, sem tók við Túrínarfélaginu í sumar, og æfði lítið með liðinu á undirbúningstímabilinu. Slot segir það skýra stöðu Ítalans, að mestu. „Hann missti af heilu undirbúningstímabili, ég sagði þetta margoft. Hann er að fara í deild þar sem hraðinn er jafnvel meiri en í ítölsku deildinni. Við erum búnir að mæta ítölsku liðunum tveimur svo ég get sagt þetta núna,“ sagði Slot á blaðamannafundi í aðdraganda leik Liverpool við Leipzig í kvöld. Slot stýrir sínum mönnum gegn Leipzig í kvöld. Óvíst er hvort Chiesa verði í leikmannahópnum en hann var utan hóps gegn Chelsea í deildinni um helgina.Carl Recine/Getty Images „Þannig að það gerir það erfitt fyrir hann að stíga skrefið í átt að því formi og hraða sem restin af liðinu er á í augnablikinu. Það hefur ekki svo mikið með ítölsku deildina eða ensku úrvalsdeildina að gera. Það hefur meira að gera með að hann missir af heilu undirbúningstímabili og það er svo erfitt fyrir alla leikmenn – þegar leikirnir eru svona reglulega – að byggja þá upp í átt að því stigi sem aðrir leikmenn eru á,“ segir Slot. Hann finnur til með Chiesa vegna þess eltingaleiks sem hann sé lentur í. Slot vonast þó til að hann komist á stig annarra leikmanna og þá sé tímabil eftir þetta. „Það eru mikil vonbrigði fyrir hann að hann sé að fara inn og út af æfingum ítrekað. Ég vorkenni honum,“ segir Slot og bætir við: „En hann skrifaði undir langtímasamning svo við munum sjá hvað hann færir okkur. Í augnablikinu, því miður fyrir hann, hefur hann aðeins verið einu sinni eða tvisvar í hópnum og ekki meira en það.“ Leikur Liverpool og Leipzig er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Honum verður einnig fylgt eftir í beinni í Meistaradeildarmessunni, ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins, sem hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira