Fyrsti fundur Xi og Modi í meira en fimm ár Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2024 16:56 Narendra Modi, Vladimír pútín og Xi Jinping í Kazan í Rússlandi í dag. AP/Maxim Shipenkov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur tekið móti leiðtogum BRICS-ríkjanna svokölluðu, auk annarra þjóðarleiðtoga og erindreka í Kazan í Rússlandi en þar fer sextándi leiðtogafundur BRICS-ríkjanna svokölluðu fram. Fundur leiðtoga Kína og Indlands á hliðarlínunum í Kazan hefur vakið mikla athygli. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína sem myndað var árið 2006 gegn hópum eins og G7 og G20. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og þetta árið bættust Íran, Egyptaland, Eþíópía og Sameinuðu arabísku furstadæmin við. Sádi-Arabía hefur einnig tekið þátt í starfinu án þess að vera beinn meðlimur í BRICS. Hugtakið var upprunalega samið innan veggja Goldman Sachs, samkvæmt frétt Reuters. Hópurinn inniheldur nú um 45 prósent íbúa heimsins og um 35 prósent af heimsframleiðslu. Fréttaveitan hefur þó eftir manninum sem bjó hugtakið fyrst til að lítið tilefni sé fyrir jákvæðni vegna BRICS á meðan Kínverjar og Indverjar deila eins mikið og þeir hafa gert. „Mér sýnist þetta árlegur fundur þar sem leiðtogar mikilvægra ríkja, og þá sérstaklega háværra ríkja eins og Rússlands og líka Kína, geta komið saman til að fagna því hve gott það sé að tilheyra hópi sem inniheldur ekki Bandaríkin og að stýringin á heimsvísu sé ekki nógu góð,“ sagði Jim O‘Neill. Hafa lengi deilt sín á milli Eins og segir í frétt New York Times hefur BRICS-ríkjunum sjaldan tekist að tala með einni röddu og má að miklu leyti rekja það til deilan Kínverja og Indverja. Kínverjar vilja nota BRICS til að draga úr áhrifum Bandaríkjanna á heimsvísu og setja sig í leiðtogasæti fátækari ríkja heims. Indverjar vilja setjast í sama sæti en í senn ekki endilega draga úr áhrifum Bandaríkjanna. Þá hafa Indverjar og Kínverjar deilt harkalega um landamæri ríkjanna um langt skeið. Fyrr í vikunni komust ráðamenn í Kína og Indlandi að samkomulagi um eftirlit með sameiginlegum landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum, þar sem hermenn ríkjanna hafa barist reglulega með gaddakylfum og steinum á undanförnum árum. Deilurnar snúast um Arunachal Pradesh hérað sem ríkin hafa lengi deilt um. Til stríðs kom á milli þeirra árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Árið 2020 kom svo til mannskæðra átaka á landamærunum og hafa samskipti Kína og Indlands verið við frostmark síðan þá. Xi Jinping, leiðtogi Kína, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, héldu formlegan fund sín á milli í dag og var það í fyrsta sinn í fimm ár sem þeir gerðu það. Úkraína nefnd einu sinni Á fundinum í dag var farið um víðan völl. yfirlýsing fundarins í dag fjallaði meðal annars um fíkniefni, gervigreind, alþjóðastjórnmál og margt annað. Aðeins einu sinni var þó minnst á Úkraínu í yfirlýsingunni. Þar kom fram að því væri tekið fagnandi að önnur ríki kæmu að því að reyna að koma á friði. Modi sagði Pútín á almannafæri í Kazan að hann vildi frið í Úkraínu en Pútín og Xi ræddu stríðið í einrúmi. Einnig var fjallað um ný greiðslukerfi í heiminum, þar sem ekki væri notast við bandaríska dalinn en lítið var um smáatriði í yfirlýsingunni. Rússland Vladimír Pútín Kína Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29 Úkraínumenn reiðir vegna fyrirhugaðs fundar Guterres og Pútín Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn. 22. október 2024 06:59 Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Taugaeitrið sem rússneskir útsendarar höfðu komið fyrir í ilmvatnsflösku og skilið eftir á glámbekk í Bretlandi árið 2018, eftir að þeir reyndu að ráða njósnarann Sergei Skripal af dögum, var í nægjanlegu magni til að drepa þúsundir manna. Hin 44 gamla Dawn Sturgess dó eftir að hún sprautaði því sem hún hélt að væri ilmvatn á sig. 15. október 2024 08:01 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína sem myndað var árið 2006 gegn hópum eins og G7 og G20. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og þetta árið bættust Íran, Egyptaland, Eþíópía og Sameinuðu arabísku furstadæmin við. Sádi-Arabía hefur einnig tekið þátt í starfinu án þess að vera beinn meðlimur í BRICS. Hugtakið var upprunalega samið innan veggja Goldman Sachs, samkvæmt frétt Reuters. Hópurinn inniheldur nú um 45 prósent íbúa heimsins og um 35 prósent af heimsframleiðslu. Fréttaveitan hefur þó eftir manninum sem bjó hugtakið fyrst til að lítið tilefni sé fyrir jákvæðni vegna BRICS á meðan Kínverjar og Indverjar deila eins mikið og þeir hafa gert. „Mér sýnist þetta árlegur fundur þar sem leiðtogar mikilvægra ríkja, og þá sérstaklega háværra ríkja eins og Rússlands og líka Kína, geta komið saman til að fagna því hve gott það sé að tilheyra hópi sem inniheldur ekki Bandaríkin og að stýringin á heimsvísu sé ekki nógu góð,“ sagði Jim O‘Neill. Hafa lengi deilt sín á milli Eins og segir í frétt New York Times hefur BRICS-ríkjunum sjaldan tekist að tala með einni röddu og má að miklu leyti rekja það til deilan Kínverja og Indverja. Kínverjar vilja nota BRICS til að draga úr áhrifum Bandaríkjanna á heimsvísu og setja sig í leiðtogasæti fátækari ríkja heims. Indverjar vilja setjast í sama sæti en í senn ekki endilega draga úr áhrifum Bandaríkjanna. Þá hafa Indverjar og Kínverjar deilt harkalega um landamæri ríkjanna um langt skeið. Fyrr í vikunni komust ráðamenn í Kína og Indlandi að samkomulagi um eftirlit með sameiginlegum landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum, þar sem hermenn ríkjanna hafa barist reglulega með gaddakylfum og steinum á undanförnum árum. Deilurnar snúast um Arunachal Pradesh hérað sem ríkin hafa lengi deilt um. Til stríðs kom á milli þeirra árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Árið 2020 kom svo til mannskæðra átaka á landamærunum og hafa samskipti Kína og Indlands verið við frostmark síðan þá. Xi Jinping, leiðtogi Kína, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, héldu formlegan fund sín á milli í dag og var það í fyrsta sinn í fimm ár sem þeir gerðu það. Úkraína nefnd einu sinni Á fundinum í dag var farið um víðan völl. yfirlýsing fundarins í dag fjallaði meðal annars um fíkniefni, gervigreind, alþjóðastjórnmál og margt annað. Aðeins einu sinni var þó minnst á Úkraínu í yfirlýsingunni. Þar kom fram að því væri tekið fagnandi að önnur ríki kæmu að því að reyna að koma á friði. Modi sagði Pútín á almannafæri í Kazan að hann vildi frið í Úkraínu en Pútín og Xi ræddu stríðið í einrúmi. Einnig var fjallað um ný greiðslukerfi í heiminum, þar sem ekki væri notast við bandaríska dalinn en lítið var um smáatriði í yfirlýsingunni.
Rússland Vladimír Pútín Kína Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29 Úkraínumenn reiðir vegna fyrirhugaðs fundar Guterres og Pútín Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn. 22. október 2024 06:59 Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Taugaeitrið sem rússneskir útsendarar höfðu komið fyrir í ilmvatnsflösku og skilið eftir á glámbekk í Bretlandi árið 2018, eftir að þeir reyndu að ráða njósnarann Sergei Skripal af dögum, var í nægjanlegu magni til að drepa þúsundir manna. Hin 44 gamla Dawn Sturgess dó eftir að hún sprautaði því sem hún hélt að væri ilmvatn á sig. 15. október 2024 08:01 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29
Úkraínumenn reiðir vegna fyrirhugaðs fundar Guterres og Pútín Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn. 22. október 2024 06:59
Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Taugaeitrið sem rússneskir útsendarar höfðu komið fyrir í ilmvatnsflösku og skilið eftir á glámbekk í Bretlandi árið 2018, eftir að þeir reyndu að ráða njósnarann Sergei Skripal af dögum, var í nægjanlegu magni til að drepa þúsundir manna. Hin 44 gamla Dawn Sturgess dó eftir að hún sprautaði því sem hún hélt að væri ilmvatn á sig. 15. október 2024 08:01