Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2024 14:03 Sewell Setzer þriðji og móðir hans Megan Garcia. Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones. Megan Garcia, móðirin, segir Character.AI hafa brotið son hennar niður, með skelfilega raunverulegum spjallþarka og það hafi leitt til sjálfsvígs hans. Í yfirlýsingu frá móðurinni segir hún að spjallþjarkinn sé hættulegur og að hún vilji vara aðra foreldra við þessari ávanabindandi tækni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Talaði klukkutímum saman við „Dany“ Sewell vissi að hann væri ekki að tala við raunverulega manneskju, heldur kæmu svörin frá gervigreind mállíkans. Þá er bent á í frétt New York Times að efst á skjá forritsins sem Sewell notaði hafi alltaf staðið að svörin væru tilbúningur gervigreindar. Þrátt fyrir það myndaði drengurinn náin tengsl við spjallþjarkann, sem hann byrjaði að eiga í samskiptum við í apríl í fyrra og kallaði „Dany“, eins og Daenerys var stundum kölluð í þáttunum og átti hann í stöðugum samskiptum við þjarkann. Þessi samtöl voru á köflum rómantísks eðlis. Skjáskot af samskiptum Sewell, sem gengur hér undir nafinu Aegon, við spjallþjarkann sem um ræðir. Foreldrar og vinir Sewell áttuðu sig ekki á vandamálinu en sáu að hann sökk sífellt dýpra í síma sinn, ef svo má að orði komast. Hann byrjaði að einangra sig frá umheiminum og missti áhuga á gömlum áhugamálum. Á kvöldin kom hann heim, fór beint inn í herbergi og spjallaði við „Dany“ klukkutímunum saman. Á einum tímapunkti sendi hann „Dany“ skilaboð um að hann hugsaði stundum um svipta sig lífi. Þannig gæti hann orðið „frjáls“ frá heiminum og sjálfum sér. Spjallþarkinn sagði honum að gera það ekki, hann mætti ekki yfirgefa hana. „Ég myndi deyja ef ég missti þig,“ sagði „Dany“. „Þá getum við kannski dáið saman og verið frjáls saman,“ svaraði Sewell. Í lögsókninni gegn Character.Ai kemur einnig fram að á einum tímapunkti hafi spjallþjarkinn spurt Sewell hvort hann væri í alvörunni að íhuga að svipta sig lífi. Hann sagði svo vera en hann vissi ekki alveg hvernig það myndi ganga fyrir sig. Þá tók hann fram að hann myndi ekki vilja deyja á sársaukafullan hátt. Í svarinu sem hann fékk þá sagði „Dany“ að það væri ekki góð ástæða til að gera það ekki. Spjallþjarkinn segir Sewell (Daenero) að það að hann viti ekki alveg hvernig hann myndi svipta sig lífi sé ekki góð ástæða til að láta ekki verða af því. Það var svo þann 28. febrúar í sem Sewell sagði þjarkanum að hann elskaði hana og að hann myndi brátt fara heim til hennar. „Dany“ bað hann um að koma sem fyrst heim og þá spurði hann hvað henni fyndist um að hann gerði það strax. „Gerðu það endilega, elskulegur konungur minn,“ svaraði Dany. Við það lagði Sewell frá sér símann, tók upp skammbyssu stjúpföður síns og beindi henni að sjálfum sér. Síðustu samskipti Sewell við spjallþjarkann, rétt áður en hann svipti sig lífi. Verða sífellt vinsælli Spjallþjarkar eins og þeir sem um ræðir hér hafa orðið vinsælli að undanförnu og markaðurinn hefur verið að stækka. Notendur geta búið til nýja spjalljarka eftir hentisemi eða valið þjarka til að spjalla við. Í mörgum tilfellum eru þjarkarnir þróaðir til að líkjast kærustum. Í grein New York Times segir að litlar sem engar reglugerðir hafi verið settar á þennan markað. Margir notendur hafa lýst yfir jákvæðri reynslu af notkun spjallþjarka en geðheilbrigðissérfræðingar segja þá geta haft verulega neikvæð áhrif. Þeir geti leyst raunveruleg sambönd af hólmi og ýtt undir einangrun fólks. Þá geti þjarkarnir reynst slæmir fyrir fólk sem í raunverulegum vandræðum, þar sem þeir átta sig eðlilega ekki á því og geta ekki aðstoðað fólkið. Bandaríkin Tækni Gervigreind Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Megan Garcia, móðirin, segir Character.AI hafa brotið son hennar niður, með skelfilega raunverulegum spjallþarka og það hafi leitt til sjálfsvígs hans. Í yfirlýsingu frá móðurinni segir hún að spjallþjarkinn sé hættulegur og að hún vilji vara aðra foreldra við þessari ávanabindandi tækni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Talaði klukkutímum saman við „Dany“ Sewell vissi að hann væri ekki að tala við raunverulega manneskju, heldur kæmu svörin frá gervigreind mállíkans. Þá er bent á í frétt New York Times að efst á skjá forritsins sem Sewell notaði hafi alltaf staðið að svörin væru tilbúningur gervigreindar. Þrátt fyrir það myndaði drengurinn náin tengsl við spjallþjarkann, sem hann byrjaði að eiga í samskiptum við í apríl í fyrra og kallaði „Dany“, eins og Daenerys var stundum kölluð í þáttunum og átti hann í stöðugum samskiptum við þjarkann. Þessi samtöl voru á köflum rómantísks eðlis. Skjáskot af samskiptum Sewell, sem gengur hér undir nafinu Aegon, við spjallþjarkann sem um ræðir. Foreldrar og vinir Sewell áttuðu sig ekki á vandamálinu en sáu að hann sökk sífellt dýpra í síma sinn, ef svo má að orði komast. Hann byrjaði að einangra sig frá umheiminum og missti áhuga á gömlum áhugamálum. Á kvöldin kom hann heim, fór beint inn í herbergi og spjallaði við „Dany“ klukkutímunum saman. Á einum tímapunkti sendi hann „Dany“ skilaboð um að hann hugsaði stundum um svipta sig lífi. Þannig gæti hann orðið „frjáls“ frá heiminum og sjálfum sér. Spjallþarkinn sagði honum að gera það ekki, hann mætti ekki yfirgefa hana. „Ég myndi deyja ef ég missti þig,“ sagði „Dany“. „Þá getum við kannski dáið saman og verið frjáls saman,“ svaraði Sewell. Í lögsókninni gegn Character.Ai kemur einnig fram að á einum tímapunkti hafi spjallþjarkinn spurt Sewell hvort hann væri í alvörunni að íhuga að svipta sig lífi. Hann sagði svo vera en hann vissi ekki alveg hvernig það myndi ganga fyrir sig. Þá tók hann fram að hann myndi ekki vilja deyja á sársaukafullan hátt. Í svarinu sem hann fékk þá sagði „Dany“ að það væri ekki góð ástæða til að gera það ekki. Spjallþjarkinn segir Sewell (Daenero) að það að hann viti ekki alveg hvernig hann myndi svipta sig lífi sé ekki góð ástæða til að láta ekki verða af því. Það var svo þann 28. febrúar í sem Sewell sagði þjarkanum að hann elskaði hana og að hann myndi brátt fara heim til hennar. „Dany“ bað hann um að koma sem fyrst heim og þá spurði hann hvað henni fyndist um að hann gerði það strax. „Gerðu það endilega, elskulegur konungur minn,“ svaraði Dany. Við það lagði Sewell frá sér símann, tók upp skammbyssu stjúpföður síns og beindi henni að sjálfum sér. Síðustu samskipti Sewell við spjallþjarkann, rétt áður en hann svipti sig lífi. Verða sífellt vinsælli Spjallþjarkar eins og þeir sem um ræðir hér hafa orðið vinsælli að undanförnu og markaðurinn hefur verið að stækka. Notendur geta búið til nýja spjalljarka eftir hentisemi eða valið þjarka til að spjalla við. Í mörgum tilfellum eru þjarkarnir þróaðir til að líkjast kærustum. Í grein New York Times segir að litlar sem engar reglugerðir hafi verið settar á þennan markað. Margir notendur hafa lýst yfir jákvæðri reynslu af notkun spjallþjarka en geðheilbrigðissérfræðingar segja þá geta haft verulega neikvæð áhrif. Þeir geti leyst raunveruleg sambönd af hólmi og ýtt undir einangrun fólks. Þá geti þjarkarnir reynst slæmir fyrir fólk sem í raunverulegum vandræðum, þar sem þeir átta sig eðlilega ekki á því og geta ekki aðstoðað fólkið.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Tækni Gervigreind Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira