Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2024 12:00 Þættirnir hefja göngu sína á Stöð 2 þann 15. nóvember næstkomandi. Stöð 2 Auðunn Blöndal ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í nýrri þáttaröð þar sem hann býður 25 fyndnustu Íslendingunum í fimm ólík matarboð. Þar er eina reglan sú að það er bannað að hlæja og kemst einn áfram í hverjum þætti í síðasta matarboðið. Eðli málsins samkvæmt geta brandararnir orðið ansi svartir og er því alls ekki um fjölskylduþátt að ræða. „Það verður helvíti erfitt að hlæja ekki þegar þú ert með einstaklinga eins og Sveppa, Hjöbba og Önnu Svövu þarna,“ segir Auddi í samtali við Vísi. Þátturinn á erlenda fyrirmynd í Suður-Kóreu og í Noregi. Þar er fókusað á smærri hóp þar sem einn keppandi dettur út í einu. Í þætti Audda og félaga er mun stærri hópur að keppa og nýr hópur kemur inn í hverjum þætti allt þar til í lokaþættinum þegar sigurvegarar úr hverjum þætti mætast. Alls ekki fjölskylduþáttur „Ég dýrkaði þetta, en ætti að taka fram að þetta er ekki fjölskylduþáttur. Því þegar þú ert kominn með fimm grínista við borðið þá þarf að grafa djúpt til þess að sjokkera liðið og það er grófur talsmáti, það er alveg ljóst, þannig það er möst að við markaðssetjum þetta ekki fyrir krakkana,“ segir Auddi hlæjandi. Það er nóg af myndavélum í kringum matarborðið til þess að ganga úr skugga um að festa öll svipbrigði á filmu.Stöð 2 Meðal matarboðsgesta Audda í þetta skiptið eru meðal annars Hjörvar Hafliðason, Sigrún Ósk, Eva Ruza og Steindi jr. svo fáeinir séu nefndir í hinum 25 manna hópi. Hann segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem hann hafi fengið að sjá grínista í sínum rétta gír í sjónvarpi. „Ég hef verið viðloðinn fjölmiðla í mörg ár og ég held þetta sé barasta í fyrsta sinn sem þú sérð fólkið í sínum rétta gír, eins og þau séu með vinum sínum í matarboði að reyna að vera fyndin og ég dýrkaði það. Þetta var ekki eins og að mæta í FM95Blö eða einhvern annan sjónvarpsþátt, það voru allir í geggjuðum gír þarna og ég hló ekkert eðlilega mikið.“ Þættirnir verða frumsýndir á Stöð 2 15. nóvember næstkomandi. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Bannað að hlæja Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Það verður helvíti erfitt að hlæja ekki þegar þú ert með einstaklinga eins og Sveppa, Hjöbba og Önnu Svövu þarna,“ segir Auddi í samtali við Vísi. Þátturinn á erlenda fyrirmynd í Suður-Kóreu og í Noregi. Þar er fókusað á smærri hóp þar sem einn keppandi dettur út í einu. Í þætti Audda og félaga er mun stærri hópur að keppa og nýr hópur kemur inn í hverjum þætti allt þar til í lokaþættinum þegar sigurvegarar úr hverjum þætti mætast. Alls ekki fjölskylduþáttur „Ég dýrkaði þetta, en ætti að taka fram að þetta er ekki fjölskylduþáttur. Því þegar þú ert kominn með fimm grínista við borðið þá þarf að grafa djúpt til þess að sjokkera liðið og það er grófur talsmáti, það er alveg ljóst, þannig það er möst að við markaðssetjum þetta ekki fyrir krakkana,“ segir Auddi hlæjandi. Það er nóg af myndavélum í kringum matarborðið til þess að ganga úr skugga um að festa öll svipbrigði á filmu.Stöð 2 Meðal matarboðsgesta Audda í þetta skiptið eru meðal annars Hjörvar Hafliðason, Sigrún Ósk, Eva Ruza og Steindi jr. svo fáeinir séu nefndir í hinum 25 manna hópi. Hann segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem hann hafi fengið að sjá grínista í sínum rétta gír í sjónvarpi. „Ég hef verið viðloðinn fjölmiðla í mörg ár og ég held þetta sé barasta í fyrsta sinn sem þú sérð fólkið í sínum rétta gír, eins og þau séu með vinum sínum í matarboði að reyna að vera fyndin og ég dýrkaði það. Þetta var ekki eins og að mæta í FM95Blö eða einhvern annan sjónvarpsþátt, það voru allir í geggjuðum gír þarna og ég hló ekkert eðlilega mikið.“ Þættirnir verða frumsýndir á Stöð 2 15. nóvember næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Bannað að hlæja Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira