Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2024 11:24 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, og Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi í matvælaráðuneytinu. Vísir Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. „Að jafnaði eru ráðherrar með tvo aðstoðarmenn í hverju ráðuneyti. Við erum ekki að bæta við ráðherrum í starfsstjórninni þó þrír ráðherrar hafi horfið á braut. En það er ljóst að það er umfangsmikið starf að taka að sér þrjú ráðuneyti. Ég óskaði eftir því við Jón að hann kæmi mér til aðstoðar. Við erum að ganga frá forminu á því á næstu dögum. Jón er að koma í matvælaráðuneytið til þess að létta undir með mér þessar vikur sem starfsstjórnin verður að störfum,“ segir Bjarni. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember og í framhaldinu munu flokkarnir sem bjóða fram gera tilraun til að mynda nýja ríkisstjórn. Starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar mun því að lágmarki starfa eitthvað inn í desember eða þar til tekst að mynda nýja ríkisstjórn. Bjarni segir stöðu Jóns ekki ígildi ráðherrastóls eða vararáðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra, vararáðherra eða eitthvað slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim.“ Tryggja að hlutir gangi sinn vanagang Jón hafi ekki lausan tauminn í ráðuneytinu. Jón og Kristján tilheyra báðir Íslenska hrognkelsfélaginu svokallaða. Þeir voru sæmdir heiðursorðu félagsins á Þremur Frökkum í maí 2018. „Við erum með aðstoðarmenn í öllum ráðuneytum sem eru ráðherrunum til stuðnings og geta fylgt eftir áherslum ráðherranna. Augljóslega erum við í sérstöku fyrirkomulagi með starfsstjórn, ríkisstjórnin er til bráðabirgða, en hlutirnir verða að geta gengið sinn vanagang. Ég hef sagt við alla í ráðuneytunum sem að eiga hér undir, bæði félagsmálaráðuneytinu og matvælaráðuneytinu og eins í forsætisráðuneytinu, að við erum aðallega til að tryggja að hlutirnir geti gengið sinn vanagang og allt sé í föstum skorðum. Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem þarf að skipa slíka hópa og annað þess háttar.“ https://www.visir.is/g/20242640105d/segir-rad-herra-bera-skyldu-til-ad-af-greida-um-soknir-um-hval-veidar Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Varðandi hvort hvalveiðileyfi verði gefið út segir Bjarni: „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer. Ef að tími er til þá getur það gerst.“ Umsókn frá Hval í ráðuneytinu Bjarni staðfestir að umsókn hafi borist frá Hval hf., hvalveiðifyrirtæki Kristjáns Loftssonar. „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Hún verði tekin til meðferðar. „Já, eins og alltaf er. Eins og með öll önnur leyfi þá þurfa þau að fara í sína stjórnsýslulegu meðferð.“ Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar í Bítinu í morgun. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Bjarni vildi ekki tjá sig um orð Jóns í Bítinu þar sem hann hefði ekki heyrt viðtalið. Aðspurður um eigin skoðun á hvalveiðum segir Bjarni: „Ég hef alltaf verið fylgjandi því að veiðar séu stundaðar og við förum sjálf með okkar fullveldisrétt í því máli.“ Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. „Að jafnaði eru ráðherrar með tvo aðstoðarmenn í hverju ráðuneyti. Við erum ekki að bæta við ráðherrum í starfsstjórninni þó þrír ráðherrar hafi horfið á braut. En það er ljóst að það er umfangsmikið starf að taka að sér þrjú ráðuneyti. Ég óskaði eftir því við Jón að hann kæmi mér til aðstoðar. Við erum að ganga frá forminu á því á næstu dögum. Jón er að koma í matvælaráðuneytið til þess að létta undir með mér þessar vikur sem starfsstjórnin verður að störfum,“ segir Bjarni. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember og í framhaldinu munu flokkarnir sem bjóða fram gera tilraun til að mynda nýja ríkisstjórn. Starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar mun því að lágmarki starfa eitthvað inn í desember eða þar til tekst að mynda nýja ríkisstjórn. Bjarni segir stöðu Jóns ekki ígildi ráðherrastóls eða vararáðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra, vararáðherra eða eitthvað slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim.“ Tryggja að hlutir gangi sinn vanagang Jón hafi ekki lausan tauminn í ráðuneytinu. Jón og Kristján tilheyra báðir Íslenska hrognkelsfélaginu svokallaða. Þeir voru sæmdir heiðursorðu félagsins á Þremur Frökkum í maí 2018. „Við erum með aðstoðarmenn í öllum ráðuneytum sem eru ráðherrunum til stuðnings og geta fylgt eftir áherslum ráðherranna. Augljóslega erum við í sérstöku fyrirkomulagi með starfsstjórn, ríkisstjórnin er til bráðabirgða, en hlutirnir verða að geta gengið sinn vanagang. Ég hef sagt við alla í ráðuneytunum sem að eiga hér undir, bæði félagsmálaráðuneytinu og matvælaráðuneytinu og eins í forsætisráðuneytinu, að við erum aðallega til að tryggja að hlutirnir geti gengið sinn vanagang og allt sé í föstum skorðum. Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem þarf að skipa slíka hópa og annað þess háttar.“ https://www.visir.is/g/20242640105d/segir-rad-herra-bera-skyldu-til-ad-af-greida-um-soknir-um-hval-veidar Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Varðandi hvort hvalveiðileyfi verði gefið út segir Bjarni: „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer. Ef að tími er til þá getur það gerst.“ Umsókn frá Hval í ráðuneytinu Bjarni staðfestir að umsókn hafi borist frá Hval hf., hvalveiðifyrirtæki Kristjáns Loftssonar. „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Hún verði tekin til meðferðar. „Já, eins og alltaf er. Eins og með öll önnur leyfi þá þurfa þau að fara í sína stjórnsýslulegu meðferð.“ Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar í Bítinu í morgun. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Bjarni vildi ekki tjá sig um orð Jóns í Bítinu þar sem hann hefði ekki heyrt viðtalið. Aðspurður um eigin skoðun á hvalveiðum segir Bjarni: „Ég hef alltaf verið fylgjandi því að veiðar séu stundaðar og við förum sjálf með okkar fullveldisrétt í því máli.“
Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira