Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2024 14:36 Jón Magnús Kristjánsson er vonsvikinn með niðurstöðuna. vísir/arnar Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. „Nú er orðið opinbert að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða mér ekki sæti á listum flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í nóvember,“ segir Jón Magnús og deilir með vinum sínum skýringum uppstillingarnefndar: „Ástæða þess er að sögn nefndarinn fjöldi lækna í efstu sætum listans og fjöldi karla á svipuðum aldri.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er Dagur B. Eggertsson læknir í öðru sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Þá er Ragna Sigurðardóttir læknir í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þá liggur fyrir að Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, verður í 3. sæti á öðrum listanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, í efsta sæti annars listans og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður í hinu. „Ég vil þakka alla þá hvatningu og þann stuðning sem ég hef fengið í þessari tilraun. Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu þar sem ég tel mig hafa mikið fram að færa sem fulltrúi heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisstarfsmanna en svona fór. Ég mun halda áfram að leita tækifæra til að benda á hvernig megi bæta heilbrigðiskefið á Íslandi og aðbúnað og kjör heilbrigðisstarfsfólks. Ég styð stefnu Samfylkingarinnar sem fram kemur í „öruggum skrefum“ enda er sú stefna byggð á samtölum við fólkið í landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík svona: Reykjavík norður 1. Kristrún Frostadóttir2. Dagur B. Eggertsson3. Þórður Snær Júlíusson Reykjavík suður 1. Jóhann Páll Jóhannsson2. Ragna Sigurðardóttir3. Kristján Þórður Snæbjarnarson Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09 Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Nú er orðið opinbert að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða mér ekki sæti á listum flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í nóvember,“ segir Jón Magnús og deilir með vinum sínum skýringum uppstillingarnefndar: „Ástæða þess er að sögn nefndarinn fjöldi lækna í efstu sætum listans og fjöldi karla á svipuðum aldri.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er Dagur B. Eggertsson læknir í öðru sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Þá er Ragna Sigurðardóttir læknir í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þá liggur fyrir að Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, verður í 3. sæti á öðrum listanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, í efsta sæti annars listans og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður í hinu. „Ég vil þakka alla þá hvatningu og þann stuðning sem ég hef fengið í þessari tilraun. Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu þar sem ég tel mig hafa mikið fram að færa sem fulltrúi heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisstarfsmanna en svona fór. Ég mun halda áfram að leita tækifæra til að benda á hvernig megi bæta heilbrigðiskefið á Íslandi og aðbúnað og kjör heilbrigðisstarfsfólks. Ég styð stefnu Samfylkingarinnar sem fram kemur í „öruggum skrefum“ enda er sú stefna byggð á samtölum við fólkið í landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík svona: Reykjavík norður 1. Kristrún Frostadóttir2. Dagur B. Eggertsson3. Þórður Snær Júlíusson Reykjavík suður 1. Jóhann Páll Jóhannsson2. Ragna Sigurðardóttir3. Kristján Þórður Snæbjarnarson
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09 Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09
Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46