Valdníðsla og hneyksli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2024 19:08 Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina er ósátt við vendingar dagsins. vísir Ákvörðun matvælaráðherra að taka umsókn um leyfi til hvalveiða til efnislegrar meðferðar stuttu fyrir kosningar er hneyksli og ber vott um valdníðslu að sögn talskonu Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. Forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra hefur ráðið Jón Gunnarsson í matvælaráðuneytið og verður sá síðarnefndi til aðstoðar en ekki ígildi ráðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra eða vararáðherra eða neitt slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Tryggja þurfi samfellu í stjórnkerfinu Tryggja þurfi að mál fái afgreiðslu og að stjórnsýslan geti gengið sinn vanagang á meðan starfsstjórnin er að störfum. „Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem skipar slíka hópa og annað slíkt.“ Býstu við, á þessum tíma sem eftir er, að hvalveiðileyfi verið gefið út, t.d. til Hvals? „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer, ef tími er til þá getur það gerst.“ Hefur umsókn komið fram frá Hval? „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Beri vott um valdníðslu Og verður hún tekin til stjórnsýslulegrar meðferðar. Talskona Hvalavina segir vendingar dagsins hneyksli. „Mér finnst það bera vott um mikla valdníðslu ef að Sjálfstæðismenn ætla að nýta þetta tækifæri í sex vikna starfsstjórn þar sem þeirra eina verkefni átti að vera að klára fjárlögin. Að þeir ætli að nýta það tækifæri til að gefa út veiðileyfi þrátt fyrir að það sé enn nefnd að störfum að taka út forsendur hvalveiða og hvort við eigum yfir höfuð að halda þeim áfram,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð í málinu. „Já mér finnst þau bera ábyrgð. Mér finnst að þau hefðu getað tekið þessar sex vikur, þau eru búin að vera með þeim í stjórn í sjö ár og hefðu getað lifað af sex vikur í viðbót bara til að halda utan um þessi málefni, að það sé ekki verið að ana út í einhverjar ákvarðanir án samráðs við þingið.“ Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24 Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra hefur ráðið Jón Gunnarsson í matvælaráðuneytið og verður sá síðarnefndi til aðstoðar en ekki ígildi ráðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra eða vararáðherra eða neitt slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Tryggja þurfi samfellu í stjórnkerfinu Tryggja þurfi að mál fái afgreiðslu og að stjórnsýslan geti gengið sinn vanagang á meðan starfsstjórnin er að störfum. „Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem skipar slíka hópa og annað slíkt.“ Býstu við, á þessum tíma sem eftir er, að hvalveiðileyfi verið gefið út, t.d. til Hvals? „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer, ef tími er til þá getur það gerst.“ Hefur umsókn komið fram frá Hval? „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Beri vott um valdníðslu Og verður hún tekin til stjórnsýslulegrar meðferðar. Talskona Hvalavina segir vendingar dagsins hneyksli. „Mér finnst það bera vott um mikla valdníðslu ef að Sjálfstæðismenn ætla að nýta þetta tækifæri í sex vikna starfsstjórn þar sem þeirra eina verkefni átti að vera að klára fjárlögin. Að þeir ætli að nýta það tækifæri til að gefa út veiðileyfi þrátt fyrir að það sé enn nefnd að störfum að taka út forsendur hvalveiða og hvort við eigum yfir höfuð að halda þeim áfram,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð í málinu. „Já mér finnst þau bera ábyrgð. Mér finnst að þau hefðu getað tekið þessar sex vikur, þau eru búin að vera með þeim í stjórn í sjö ár og hefðu getað lifað af sex vikur í viðbót bara til að halda utan um þessi málefni, að það sé ekki verið að ana út í einhverjar ákvarðanir án samráðs við þingið.“
Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24 Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24
Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17