Samfylkingin hafi fjarlægst gildin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. október 2024 13:39 Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Suðvesturkjördæmis árin 2016 til 2021, fyrst fyrir VG, þá sem þingmaður utan flokka og loks Samfylkingu. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir Samfylkinguna hafa fjarlægst þau gildi sem hún brennur fyrir en hún er aftur gengin til liðs við Vinstri græn. Hún segist enn brenna fyrir þau málefni sem kjarnist í stefnu flokksins og hún sé tilbúin að snúa til baka nú þegar stjórnarsamstarfinu hafi verið slitið. Athygli vakti í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, en Rósa sagði sig úr flokknum árið 2020 vegna ósættis með ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún gekk síðar til liðs við Samfylkinguna en er nú snúin aftur í VG. „Mér hefur fundist þessi mál sem að Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir sína tilveru á þurfa að vera til staðar í íslenskri pólitík og ég hef alltaf haft þessi mál í forgrunni í mínum pólitísku störfum,“ segir Rósa, spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að snúa aftur í flokkinn. „Nú er þetta stjórnarsamstarf búið og nýir tímar og mér hefur líka fundist almennt í íslenskri pólitík að mál eins og umhverfismálin, mannréttindamálin og þessi jafnréttismál hafa farið svolítið forgörðum og svolítið mikið um popúlisma. Og því miður auknir kynþáttafordómar og fordómar gegn útlendingum hafa verið svolítið dómínerandi í íslenskri pólitík núna undanfarna mánuði og kannski ár. Þannig að mér finnst það skipta miklu máli að leggja lag mitt við stjórnmálaafl sem að stendur fyrir öðrum hlutum en þessum,“ segir Rósa. Vongóð um að VG nái sér á strik Eftir að Rósa yfirgaf VG gekk hún til liðs við Samfylkinguna og bauð fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíku suður og var útlit fyrir að hún næði jöfnunarsæti á þingi en eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð ljóst að svo yrði ekki. Hún segir umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindamál, útlendingamál og femínismi séu henni hvað helst hugleikin og það rými vel við stefnu VG. Finnst þér Samfylkingin hafa fjarlægst þessi gildi? „Já, mér finnst það. Því miður,“ svarar Rósa. Rósa hefur verið búsett í París og var verkefnastjóri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi í maí í fyrra og í framhaldinu starfaði hún um tíma sem ráðgjafi í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum upp á síðkastið kveðst Rósa vongóð um að flokkurinn nái sér á strik á þeim nokkru vikum sem eru til kosninga. „Ég hef fulla trú á því að kjósendur vilji að þessi mál sem að VG hefur alltaf lagt áherslu á, að þau fái fylgi í þessum kosningum núna. Við erum líka með ungan og öflugan oddvita sem er mikill umhverfisverndarsinni og það er frábært að hann sé tilbúinn líka til þess að koma til liðs við VG,“ segir Rósa en listann leiðir Finnur Ricart Andrasons, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Vinstri græn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Athygli vakti í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, en Rósa sagði sig úr flokknum árið 2020 vegna ósættis með ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún gekk síðar til liðs við Samfylkinguna en er nú snúin aftur í VG. „Mér hefur fundist þessi mál sem að Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir sína tilveru á þurfa að vera til staðar í íslenskri pólitík og ég hef alltaf haft þessi mál í forgrunni í mínum pólitísku störfum,“ segir Rósa, spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að snúa aftur í flokkinn. „Nú er þetta stjórnarsamstarf búið og nýir tímar og mér hefur líka fundist almennt í íslenskri pólitík að mál eins og umhverfismálin, mannréttindamálin og þessi jafnréttismál hafa farið svolítið forgörðum og svolítið mikið um popúlisma. Og því miður auknir kynþáttafordómar og fordómar gegn útlendingum hafa verið svolítið dómínerandi í íslenskri pólitík núna undanfarna mánuði og kannski ár. Þannig að mér finnst það skipta miklu máli að leggja lag mitt við stjórnmálaafl sem að stendur fyrir öðrum hlutum en þessum,“ segir Rósa. Vongóð um að VG nái sér á strik Eftir að Rósa yfirgaf VG gekk hún til liðs við Samfylkinguna og bauð fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíku suður og var útlit fyrir að hún næði jöfnunarsæti á þingi en eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð ljóst að svo yrði ekki. Hún segir umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindamál, útlendingamál og femínismi séu henni hvað helst hugleikin og það rými vel við stefnu VG. Finnst þér Samfylkingin hafa fjarlægst þessi gildi? „Já, mér finnst það. Því miður,“ svarar Rósa. Rósa hefur verið búsett í París og var verkefnastjóri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi í maí í fyrra og í framhaldinu starfaði hún um tíma sem ráðgjafi í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum upp á síðkastið kveðst Rósa vongóð um að flokkurinn nái sér á strik á þeim nokkru vikum sem eru til kosninga. „Ég hef fulla trú á því að kjósendur vilji að þessi mál sem að VG hefur alltaf lagt áherslu á, að þau fái fylgi í þessum kosningum núna. Við erum líka með ungan og öflugan oddvita sem er mikill umhverfisverndarsinni og það er frábært að hann sé tilbúinn líka til þess að koma til liðs við VG,“ segir Rósa en listann leiðir Finnur Ricart Andrasons, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Vinstri græn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira