Samfylkingin hafi fjarlægst gildin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. október 2024 13:39 Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Suðvesturkjördæmis árin 2016 til 2021, fyrst fyrir VG, þá sem þingmaður utan flokka og loks Samfylkingu. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir Samfylkinguna hafa fjarlægst þau gildi sem hún brennur fyrir en hún er aftur gengin til liðs við Vinstri græn. Hún segist enn brenna fyrir þau málefni sem kjarnist í stefnu flokksins og hún sé tilbúin að snúa til baka nú þegar stjórnarsamstarfinu hafi verið slitið. Athygli vakti í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, en Rósa sagði sig úr flokknum árið 2020 vegna ósættis með ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún gekk síðar til liðs við Samfylkinguna en er nú snúin aftur í VG. „Mér hefur fundist þessi mál sem að Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir sína tilveru á þurfa að vera til staðar í íslenskri pólitík og ég hef alltaf haft þessi mál í forgrunni í mínum pólitísku störfum,“ segir Rósa, spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að snúa aftur í flokkinn. „Nú er þetta stjórnarsamstarf búið og nýir tímar og mér hefur líka fundist almennt í íslenskri pólitík að mál eins og umhverfismálin, mannréttindamálin og þessi jafnréttismál hafa farið svolítið forgörðum og svolítið mikið um popúlisma. Og því miður auknir kynþáttafordómar og fordómar gegn útlendingum hafa verið svolítið dómínerandi í íslenskri pólitík núna undanfarna mánuði og kannski ár. Þannig að mér finnst það skipta miklu máli að leggja lag mitt við stjórnmálaafl sem að stendur fyrir öðrum hlutum en þessum,“ segir Rósa. Vongóð um að VG nái sér á strik Eftir að Rósa yfirgaf VG gekk hún til liðs við Samfylkinguna og bauð fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíku suður og var útlit fyrir að hún næði jöfnunarsæti á þingi en eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð ljóst að svo yrði ekki. Hún segir umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindamál, útlendingamál og femínismi séu henni hvað helst hugleikin og það rými vel við stefnu VG. Finnst þér Samfylkingin hafa fjarlægst þessi gildi? „Já, mér finnst það. Því miður,“ svarar Rósa. Rósa hefur verið búsett í París og var verkefnastjóri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi í maí í fyrra og í framhaldinu starfaði hún um tíma sem ráðgjafi í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum upp á síðkastið kveðst Rósa vongóð um að flokkurinn nái sér á strik á þeim nokkru vikum sem eru til kosninga. „Ég hef fulla trú á því að kjósendur vilji að þessi mál sem að VG hefur alltaf lagt áherslu á, að þau fái fylgi í þessum kosningum núna. Við erum líka með ungan og öflugan oddvita sem er mikill umhverfisverndarsinni og það er frábært að hann sé tilbúinn líka til þess að koma til liðs við VG,“ segir Rósa en listann leiðir Finnur Ricart Andrasons, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Vinstri græn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Athygli vakti í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, en Rósa sagði sig úr flokknum árið 2020 vegna ósættis með ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún gekk síðar til liðs við Samfylkinguna en er nú snúin aftur í VG. „Mér hefur fundist þessi mál sem að Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir sína tilveru á þurfa að vera til staðar í íslenskri pólitík og ég hef alltaf haft þessi mál í forgrunni í mínum pólitísku störfum,“ segir Rósa, spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að snúa aftur í flokkinn. „Nú er þetta stjórnarsamstarf búið og nýir tímar og mér hefur líka fundist almennt í íslenskri pólitík að mál eins og umhverfismálin, mannréttindamálin og þessi jafnréttismál hafa farið svolítið forgörðum og svolítið mikið um popúlisma. Og því miður auknir kynþáttafordómar og fordómar gegn útlendingum hafa verið svolítið dómínerandi í íslenskri pólitík núna undanfarna mánuði og kannski ár. Þannig að mér finnst það skipta miklu máli að leggja lag mitt við stjórnmálaafl sem að stendur fyrir öðrum hlutum en þessum,“ segir Rósa. Vongóð um að VG nái sér á strik Eftir að Rósa yfirgaf VG gekk hún til liðs við Samfylkinguna og bauð fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíku suður og var útlit fyrir að hún næði jöfnunarsæti á þingi en eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð ljóst að svo yrði ekki. Hún segir umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindamál, útlendingamál og femínismi séu henni hvað helst hugleikin og það rými vel við stefnu VG. Finnst þér Samfylkingin hafa fjarlægst þessi gildi? „Já, mér finnst það. Því miður,“ svarar Rósa. Rósa hefur verið búsett í París og var verkefnastjóri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi í maí í fyrra og í framhaldinu starfaði hún um tíma sem ráðgjafi í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum upp á síðkastið kveðst Rósa vongóð um að flokkurinn nái sér á strik á þeim nokkru vikum sem eru til kosninga. „Ég hef fulla trú á því að kjósendur vilji að þessi mál sem að VG hefur alltaf lagt áherslu á, að þau fái fylgi í þessum kosningum núna. Við erum líka með ungan og öflugan oddvita sem er mikill umhverfisverndarsinni og það er frábært að hann sé tilbúinn líka til þess að koma til liðs við VG,“ segir Rósa en listann leiðir Finnur Ricart Andrasons, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Vinstri græn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira