Markasúpa og dramatík í enska boltanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 16:27 Brentford vann dramatískan sigur í dag. Alex Pantling/Getty Images Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Óhætt er að segja að þrír af þeim hafi boðið upp á dramatík. Aston Villa tók á móti Bournemouth á Villa Park í dag þar sem allt stefndi í sigur heimamanna eftir að Ross Barkley hafði komið Aston Villa yfir á 76. mínútu. Þrátt fyrir að gestirnir hafi ekki beint vaðið í færum tókst Brasilíumanninum Evanilson þó að jafna metin með skalla fyrir Bournemouth á sjöttu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því dramatískt 1-1 jafntefli. Svipaða sögu er að segja af viðureign Brighton og Wolves þar sem Danny Welbeck kom heimamönnum í Brighton yfir á 45. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins, en Evan Ferguson tvöfaldaði forystu heimamanna fimm mínútum fyrir leikslok og Brighton-menn því í afar góðum málum. Ryan Ait-Nouri minnkaði hins vegar muninn á 88. mínútu áður en Matheus Cunha fullkomnaði endurkomuna á þriðju mínútu uppbótartíma og lokatölur því 2-2. What a comeback 😍 pic.twitter.com/0HKFpppPXY— Wolves (@Wolves) October 26, 2024 Dramatíkin var einnig allsráðandi í viðureign Brentford og Ipswich þar segm nýliðar Ipswich komust í 2-0 með mörkum frá Sammie Szmodics og George Hirst. Yoane Wissa minnkaði hins vegar muninn fyrir heimamenn stuttu fyrit hálfleik áður en Harry Clarke varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í uppbótartíma og staðan í hálfleik því 2-2. Snemma í síðari hálfleik kom Bryan Mbuemo heimamönnum yfir með marki af vítapunktinum eftir að áðurnefndur Harry Clarke hafði brotið af sér innan vítateigs. Clarke kórónaði svo ömurlegan leik sinn á 69. mínútu með því að næla sér í sitt annað ula spjald og þar með rautt. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að jafna metin á 86. mínútu þegar Liam Delap kom boltanum í netið, en Bryan Mbuemo reyndist hins vegar hetja heimamanna þegar hann tryggði Brentford sigurinn með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma. Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Aston Villa tók á móti Bournemouth á Villa Park í dag þar sem allt stefndi í sigur heimamanna eftir að Ross Barkley hafði komið Aston Villa yfir á 76. mínútu. Þrátt fyrir að gestirnir hafi ekki beint vaðið í færum tókst Brasilíumanninum Evanilson þó að jafna metin með skalla fyrir Bournemouth á sjöttu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því dramatískt 1-1 jafntefli. Svipaða sögu er að segja af viðureign Brighton og Wolves þar sem Danny Welbeck kom heimamönnum í Brighton yfir á 45. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins, en Evan Ferguson tvöfaldaði forystu heimamanna fimm mínútum fyrir leikslok og Brighton-menn því í afar góðum málum. Ryan Ait-Nouri minnkaði hins vegar muninn á 88. mínútu áður en Matheus Cunha fullkomnaði endurkomuna á þriðju mínútu uppbótartíma og lokatölur því 2-2. What a comeback 😍 pic.twitter.com/0HKFpppPXY— Wolves (@Wolves) October 26, 2024 Dramatíkin var einnig allsráðandi í viðureign Brentford og Ipswich þar segm nýliðar Ipswich komust í 2-0 með mörkum frá Sammie Szmodics og George Hirst. Yoane Wissa minnkaði hins vegar muninn fyrir heimamenn stuttu fyrit hálfleik áður en Harry Clarke varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í uppbótartíma og staðan í hálfleik því 2-2. Snemma í síðari hálfleik kom Bryan Mbuemo heimamönnum yfir með marki af vítapunktinum eftir að áðurnefndur Harry Clarke hafði brotið af sér innan vítateigs. Clarke kórónaði svo ömurlegan leik sinn á 69. mínútu með því að næla sér í sitt annað ula spjald og þar með rautt. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að jafna metin á 86. mínútu þegar Liam Delap kom boltanum í netið, en Bryan Mbuemo reyndist hins vegar hetja heimamanna þegar hann tryggði Brentford sigurinn með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma.
Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira