Innlent

Ingi­björg kemur í stað Berg­þórs

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og fyrrverandi sendiherra Íslands í Noregi.
Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og fyrrverandi sendiherra Íslands í Noregi. AÐSEND

Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og sendiherra í leyfi, mun leiða lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og kemur þar með í stað Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem skipaði fyrsta sæti í kjördæminu áður. Bergþór hefur þegar tilkynnt að hann ætli ser að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi. 

Kjördæmisfélag Miðflokksins samþykkti framboðslista uppstillinganefndar flokksins rétt í þessu á félagsfundi sem fór fram á Zoom. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar annað sæti listans, Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins frá 2017 til 2021, skipar þriðja sæti.

Listan í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

1. Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og sendiherra 

2. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi ráðherra 

3. Sigurður Páll Jónsson, fyrrverandi þingmaður 

4. Hákon Hermannsson, Ísafirði 

5. Högni Elfar Gylfason, Skagafirði 

6. Finney Aníta Thelmudóttir, Akranesi 

7. Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, Skagaströnd 

8. Friðþjófur Orri Jóhannsson, Hellissandi 

9. Erla Rut Kristínardóttir, Akranesi 

10. Hafþór Torfason, Drangsnesi 

11. Ásgeir Sævar Víglundsson, Dalasýslu 

12. Jökull Fannar Björnsson, Borgarbyggð 

13. Óskar Torfason, Drangsnesi 

14. Óli Jón Gunnarsson, Akranesi


Tengdar fréttir

Ingibjörg leiði Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi

Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lagt til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista flokksins í kosningunum í næsta mánuði. Ingibjörg er 53 ára Borgfirðingur, frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Hún er stjórnmálafræðingur (BA) frá HÍ og með MA í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Kantaraborg í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×