Fótbolti

Mikael skoraði er Venezia komst úr botnsætinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikael Egill Ellertsson skoraði fyrsta mark leiksins.
Mikael Egill Ellertsson skoraði fyrsta mark leiksins. Image Photo Agency/Getty Images

Mikael Egill Ellertsson skoraði fyrra mark Venezia er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Monza í ítsölku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Mikael kom gestunum í Venezia yfir strax á 15. mínútu áður en Georgios Kyriakopoulos jafnaði metin fyrir heimamenn átta mínútum síðar.

Michael Svoboda kom gestunum yfir á nýjan leik rúmum fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks, en Milan Djuric jafnaði metin á ný fyrir Monza á síðustu mínútunni fyrir hlé.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið í síðari hálfleik, þrátt fyrir að gestirnir í Venezia hafi leikið síðustu tíu mínútur leiksins manni fleiri. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli.

Mikael og félagar í Venezia sitja nú í næst neðsta sæti ítölsku deildarinnar með fimm stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir Monza sem situr í 16. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×