Breiðablik og Víkingur voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina og því var um hreinan úrslitaleik að ræða. Víkingar voru með betri markatölu og nægði því jafntefli, en Blikar þurftu að sækja til sigurs.
Það er nákvæmlega það sem Blikar gerðu og tvö mörk frá Ísaki Snæ Þorvaldssyni og eitt frá Aroni Bjarnasyni tryggðu Breiðabliki sinn þriðja Íslandsmeistaratitil.
Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna. Myndir segja meira en þúsund orð og við leyfum því myndunum hér fyrir neðan að tala.















