Körfubolti

Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Styttan af Dwyane Wade þykir ekki vera líka honum.
Styttan af Dwyane Wade þykir ekki vera líka honum. @BleacherReport

Miami Heat frumsýndi nýja styttu af goðsögninni Dwyane Wade í gær með viðhöfn fyrir utan heimahöll félagsins.

Það er þó alveg hægt að fullyrða að styttan hafi ekki slegið í gegn hjá öllum. Margir hneyksluðust nefnilega á styttunni enda þykir mörgum hún vera ekkert lík honum.

Með þeirri gagnrýni hafa sumir rifjað upp styttuna frægu af óþekkjanlegum Cristiano Ronaldo um árið.

Miami Heat hefur spilað í NBA deildinni í 37 tímabil en þetta er fyrsta styttan sem fer upp af leikmanni fyrir utan höllina.

Wade var á staðnum og hélt ræðu við þetta tilefni.

„Ég spilaði ekki fyrir þetta. Ég tók ekki upp körfubolta til að uppskera svona heldur byrjaði ég að spila til breyta lífi fjölskyldu minnar. Ég hefði samt ekki getað skrifað þetta handrit betur,“ sagði Wade.

Wade varð þrisvar sinnum NBA meistari með Miami Heat eða 2006, 2012 og 2013. Hann var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í fyrsta titlinum 2006.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×