Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 28. október 2024 08:54 Vísindamennirnir segja mengunina af völdum köfnunarefnisdíoxíðs vera stórhættulega. Getty Mengun frá gashellum er sögð draga 40 þúsund Evrópubúa til dauða á hverju ári, eða tvisvar sinnum fleiri en þá sem deyja í umferðarslysum. Þetta er fullyrt í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um. Skýrsluhöfundar segja að gashelluborðin spúi hættulegum gastegundum sem leiði til hjarta- og lungnasjúkdóma en að sú hætta sé fáum ljós. Í skýrslunni er fullyrt að notkun gasshellna við eldamennsku taki tvö ár af meðalævi manneskju að meðaltali. Eitt af hverjum þremur heimilum í Evrópusambandinu notast við gas við eldamennskuna. Hlutfallið er enn hærra í Bretlandi, eða rúmur helmingur og rúm sextíu prósent í löndum á borð við Ítalíu, Holland, Rúmeníu og Ungverjaland. Segja tölurnar fremur varlega áætlaðar Juana María Delgado-Saborit hjá Jaume I háskólanum á Spáni, sem fór fyrir rannsókninni ásamt kollegum frá Háskólanum í Valencia, segir að vandamálið sé mun útbreiddara en áður hafði verið talið. Í skýrslunni er því haldið fram að rúmlega 36 þúsund manns hafi dáið fyrir aldur fram innan Evrópusambandsins af völdum slíkrar menguna og að í Bretlandi hafi slík dauðsföll verið tæplega fjögurþúsund. Vísindamennirnir bæta því við að tölurnar séu frekar varlega áætlaðar, því aðeins hafi verið horft til NO2 mengunnar, en ekki tekið með í reikninginn hvort önnur mengun frá gasbrunanum hafi slæm áhrif. NO2, eða Köfnunarefnisdíoxíð, veldur lungnaskemmdum í mönnum, einkum ef álagið er langvarandi. Delgado-Saborit segir að árið 1978 hafi mönnum orðið ljóst að mengun af völdum NO2 er mun meiri í eldhúsum þar sem eldað er með gasi en þar sem notast er við rafmagnshellur. Það hafi þó ekki verið fyrr en nú, í þessari nýju rannsókn, sem tekist hafi að sýna fram á hina raunverulegu hættu sem af þeim stafar á heilsu manna. Hættan utanhúss lögð að jöfnu við hættuna heimafyrir Niðurstöður spænsku vísindamannanna eru fengnar með því að bera saman NO2 mengun innanhús við utanhúss mengun, sem aðallega stafar frá bílaumferð. Hættan af völdum NO2 mengunnar utanhúss hefur oft verið metin og í nýju rannsóknni er sú hætta yfirfærð á mengunina innanhúss. Í umfjöllun Guardian er einnig rætt við danska loftgæðasérfræðinginn Steffen Loft hjá Kaupmannahafnarháskóla sem segir að aðal óvissan um þessa nýju rannsókn sé sú staðreynd að vísindamennirnir hafi þurft að yfirfæra hættuna á þennan hátt. Það sé þó gagnleg leið að hans mati, en Loft kom ekki að rannsókninni með nokkrum hætti. Önnur svipuð rannsókn var síðan gerð í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Þar var niðurstaðan sú að mengun frá helluborðum eigi sinn þátt í dauða um nítján þúsund fullorðinna einstaklinga á ári. Umhverfismál Heilsa Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þetta er fullyrt í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um. Skýrsluhöfundar segja að gashelluborðin spúi hættulegum gastegundum sem leiði til hjarta- og lungnasjúkdóma en að sú hætta sé fáum ljós. Í skýrslunni er fullyrt að notkun gasshellna við eldamennsku taki tvö ár af meðalævi manneskju að meðaltali. Eitt af hverjum þremur heimilum í Evrópusambandinu notast við gas við eldamennskuna. Hlutfallið er enn hærra í Bretlandi, eða rúmur helmingur og rúm sextíu prósent í löndum á borð við Ítalíu, Holland, Rúmeníu og Ungverjaland. Segja tölurnar fremur varlega áætlaðar Juana María Delgado-Saborit hjá Jaume I háskólanum á Spáni, sem fór fyrir rannsókninni ásamt kollegum frá Háskólanum í Valencia, segir að vandamálið sé mun útbreiddara en áður hafði verið talið. Í skýrslunni er því haldið fram að rúmlega 36 þúsund manns hafi dáið fyrir aldur fram innan Evrópusambandsins af völdum slíkrar menguna og að í Bretlandi hafi slík dauðsföll verið tæplega fjögurþúsund. Vísindamennirnir bæta því við að tölurnar séu frekar varlega áætlaðar, því aðeins hafi verið horft til NO2 mengunnar, en ekki tekið með í reikninginn hvort önnur mengun frá gasbrunanum hafi slæm áhrif. NO2, eða Köfnunarefnisdíoxíð, veldur lungnaskemmdum í mönnum, einkum ef álagið er langvarandi. Delgado-Saborit segir að árið 1978 hafi mönnum orðið ljóst að mengun af völdum NO2 er mun meiri í eldhúsum þar sem eldað er með gasi en þar sem notast er við rafmagnshellur. Það hafi þó ekki verið fyrr en nú, í þessari nýju rannsókn, sem tekist hafi að sýna fram á hina raunverulegu hættu sem af þeim stafar á heilsu manna. Hættan utanhúss lögð að jöfnu við hættuna heimafyrir Niðurstöður spænsku vísindamannanna eru fengnar með því að bera saman NO2 mengun innanhús við utanhúss mengun, sem aðallega stafar frá bílaumferð. Hættan af völdum NO2 mengunnar utanhúss hefur oft verið metin og í nýju rannsóknni er sú hætta yfirfærð á mengunina innanhúss. Í umfjöllun Guardian er einnig rætt við danska loftgæðasérfræðinginn Steffen Loft hjá Kaupmannahafnarháskóla sem segir að aðal óvissan um þessa nýju rannsókn sé sú staðreynd að vísindamennirnir hafi þurft að yfirfæra hættuna á þennan hátt. Það sé þó gagnleg leið að hans mati, en Loft kom ekki að rannsókninni með nokkrum hætti. Önnur svipuð rannsókn var síðan gerð í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Þar var niðurstaðan sú að mengun frá helluborðum eigi sinn þátt í dauða um nítján þúsund fullorðinna einstaklinga á ári.
Umhverfismál Heilsa Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira