Tónlist

Lauf­ey fagnaði með Oli­viu Rodrigo og Chappell Roan

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Laufey, Olivia Rodrigo og Chappell Roan voru í góðum gír um helgina.
Laufey, Olivia Rodrigo og Chappell Roan voru í góðum gír um helgina. Gilbert Flores/Variety via Getty Images

Stórstjarnan og tónlistarkonan Laufey Lín heldur ótrauð áfram ævintýrum sínum vestanhafs þar sem hún hefur slegið í gegn. Helginni eyddi hún í Los Angeles þar sem hún er búsett með engum öðrum en Oliviu Rodrigo og Chappell Roan, sem eru með stærstu tónlistarstjörnum heims í dag. 

Tilefnið var að fagna heimildarmynd af tónleikaferðalaginu GUTS world tour sem Rodrigo lauk nýverið og birti Laufey mynd af þríeykinu þar sem hún skrifar:

„Fögnum Oliviu Rodrigo. Svo stolt af þér fyrir að hafa lokið tónleikaferðalaginu og fyrir það að veita ungum konum alls staðar frá innblástur.“

Olivia Rodrigo er með rúmlega 38 milljón fylgjendur á Instagram og er hvað þekktust fyrir lögin drivers license og good 4 u. Chappell Roan og Laufey eru báðar með um kringum fimm milljónir fylgjenda hvor. Þá er Laufey með rúmlega 15 milljónir mánaðarlega hlustenda á streymisveitunni Spotify og mörg hundruð milljón spilanir á lögin sín. 

Laufey er sömuleiðis að fara að senda frá sér tónlistarmynd sem kemur í kvikmyndahús 6. desember næstkomandi. Ber myndin heitið Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl og segist Laufey varla trúa því að þessi draumur hennar sé að rætast. 


Tengdar fréttir

Laufey Lín í bíó

Tónleikar íslensku stórstjörnunnar, Laufeyjar Lín Jónsdóttur, sem fóru fram í Hollywood Bowl í Los Angelses í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í völdum kvikmyndahúsum frá og með 6. desember næstkomandi. 

Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“

Tónlistarkonan og rísandi stjarnan Chappell Roan hefur átt viðburðaríkt sumar og er í dag ein vinsælasta tónlistarkona í heimi með smelli á borð við Good luck babe og Hot to go. Velgengnin og frægðin sem henni fylgir er þó ekki alltaf tekin út með sældinni.

Lesbíska dragdrottningin sem er að sigra tónlistarheiminn

Tónlistarkonan Chappell Roan kom sem stormsveipur inn í tónlistarheiminn í fyrra þegar hún gaf út plötuna The Rise And Fall of a Midwest Princess. Tvö lög af plötunni klífa nú vinsældarlista um allan heim og Chappell, sem á mjög áhugaverða sögu, skín skærar en nokkru sinni fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×