Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 09:01 Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með liði Manchester City. Getty/Ryan Crockett Það voru ekki bara Real Madrid leikmennirnir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem skrópuðu á verðlaunahátíð Ballon d'Or í gær. Norski framherjinn Erling Braut Haaland var á ferðinni um Evrópu en hann fór ekki frá Manchester til Parísar heldur til Malmö í Svíþjóð. Haaland var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni með 27 mörk fyrir Englandsmeistarana og var tilnefndur til Gullhnattarins. Hann endaði síðan númer fimm í Ballon d'Or kjörinu. Haaland imponeret over Malmö: Han købte 50 trøjer https://t.co/EfxoUWuWdm— Bold (@bolddk) October 29, 2024 Af þeim fimm efstu í kjörinu þá mætti aðeins einn sem var sigurvegarinn Rodri. Dani Carvajal, leikmaður Real Madrid, endaði í næsta sæti á undan framherja City en skrópaði eins og allir frá Real Madrid. Haaland lét ekki sjá sig á verðlaunahátíðinni í gær en skellti sér frekar á leik Malmö og IKF Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með liði Malmö spilar vinur hans Erik Botheim. Þeir eru góðir vinir frá því að þeir spiluðu saman með norska unglingalandsliðinu. Þeir voru líka saman í rappmyndbandi ásamt Skagamanninum Erik Sandberg, Horft hefur verið meira en tólf milljón sinnum á myndbandið þeirra á YouTube. Botheim er líka framherji og var í byrjunarliði Malmö í gær. Malmö vann leikinn 2-1 og tryggði sér sænska meistaratitlinn annað árið í röð og jafnframt þann fjórða á síðustu fimm árum. Haaland var í ljósbláu Malmö treyjunni í stúkunni og fagnaði vel þegar vinur hans varð meistari. Hann keypti líka fimmtíu Botheim treyjur og passaði upp á allur hópur hans væri í rétta litnum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Norski framherjinn Erling Braut Haaland var á ferðinni um Evrópu en hann fór ekki frá Manchester til Parísar heldur til Malmö í Svíþjóð. Haaland var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni með 27 mörk fyrir Englandsmeistarana og var tilnefndur til Gullhnattarins. Hann endaði síðan númer fimm í Ballon d'Or kjörinu. Haaland imponeret over Malmö: Han købte 50 trøjer https://t.co/EfxoUWuWdm— Bold (@bolddk) October 29, 2024 Af þeim fimm efstu í kjörinu þá mætti aðeins einn sem var sigurvegarinn Rodri. Dani Carvajal, leikmaður Real Madrid, endaði í næsta sæti á undan framherja City en skrópaði eins og allir frá Real Madrid. Haaland lét ekki sjá sig á verðlaunahátíðinni í gær en skellti sér frekar á leik Malmö og IKF Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með liði Malmö spilar vinur hans Erik Botheim. Þeir eru góðir vinir frá því að þeir spiluðu saman með norska unglingalandsliðinu. Þeir voru líka saman í rappmyndbandi ásamt Skagamanninum Erik Sandberg, Horft hefur verið meira en tólf milljón sinnum á myndbandið þeirra á YouTube. Botheim er líka framherji og var í byrjunarliði Malmö í gær. Malmö vann leikinn 2-1 og tryggði sér sænska meistaratitlinn annað árið í röð og jafnframt þann fjórða á síðustu fimm árum. Haaland var í ljósbláu Malmö treyjunni í stúkunni og fagnaði vel þegar vinur hans varð meistari. Hann keypti líka fimmtíu Botheim treyjur og passaði upp á allur hópur hans væri í rétta litnum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira