„Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. október 2024 12:57 Margrét Áskelsdóttir, önnur til vinstri, sýningarstýrir glæsilegri sýningu í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Meðal gesta á opnun voru Halla forseti og konungsfólk frá Norðurlöndunum. Bernhard Ludewig „Um áramótin var mér greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir sýningarstjórinn Margrét Áskelsdóttir sem stýrir tilkomumikilli sýningu í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Haldin var sérstök leiðsögn og foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum. Blaðamaður ræddi við hana um þetta ævintýri. Þann 24. október síðastliðinn opnaði sýningin Summation - Each autonomous, and yet together í Felleshus, sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Sýningin, sem er í sýningarstjórn Margrétar, markar 25 ára afmæli sameiginlegs sendiráðahúss Norðurlandanna í Berlín. Á sýningunni er nokkur fjöldi verka eftir tíu listamenn en þar á meðal eru verk eftir fremstu listamenn Norðurlandanna. Listamenn sýningarinnar eru A.K. Dolven, Aksel Ree, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Aura Hakuri, Christian Partos, Hanna Ljungh, Hans Rosenström, Jeppe Hein, Mille Kalsmose og Ragnar Kjartansson. Margrét í svarta kjólnum ásamt nokkrum af listamönnum sýningarinnar. Þar á meðal er Ásta Fanney lengst til vinstri.Bernhard Ludewig Stuttur tímarammi en hugmyndin kom fljótt „Ég fékk sendan tölvupóst rétt fyrir síðustu jól þar sem mér var boðið að senda inn tillögu að sýningu í tilefni þessa afmælis. Norrænu sendiráðin í Berlín höfðu fengið aðstoð nokkurra fagfélaga við val sýningarstjóra sem fengu boð um að senda inn tillögu. Þó að tímaramminn hafi verið stuttur fann ég strax hvaða hugmyndafræði mér fannst spennandi að setja inn í þetta samhengi, svo ég ákvað að slá til og senda inn tillögu. Um áramótin var mér svo greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir Margrét. Sýningin dregur nafn sitt af hugleiðingum Margrétar Þórhildar II. Danadrottningar sem lýsti norrænu samstarfi í sendiráðahúsinu árið 1999 með orðunum „Hver fyrir sig, en samt saman“. Þessi orð eru leiðarstef sýningarinnar, þar sem samspil einstaklings og samfélags er skoðað. Sýningin er að sögn Margrétar rómantísk melankólía um hina eilífu sammannlegu togstreitu sem felst í því að hugsa inn á við og lifa í samfélagi með öðrum. Hún varpar ljósi á mikilvægi samstöðu og trausts, ekki aðeins á sviði stjórnmálasamstarfs heldur einnig milli einstaklinga í samfélagi. Með hlustun, trausti, umhyggju og virðingu skapast rými þar sem fjölbreytileiki, sköpunargleði og nýjar hugmyndir fá að blómstra. Sér sýninguna eins og líkama „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Það er mikill fjöldi fólks sem kom að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti. Ég hef verið í nánu sambandi við flesta listamenn sýningarinnar, gallerista þeirra, stúdío og annað aðstoðarfólk,“ segir Margrét og bætir við að hún hafi þurft að ferðast töluvert til þess að skoða verk og ræða málin. „Örfá verk valdi ég strax í byrjun og fékk að láni en flestir listamannanna voru mikill partur af ferlinu. Samtöl við listamennina dýpkuðu hugmyndafræðina og úr varð að tveir þeirra unnu ný verk sérstaklega fyrir sýninguna. Ég sé sýninguna eins og líkama, hvert verk hefur sinn tilgang eða tilfinningu sem er órjúfanlegur partur af heildinni. Þar sem það voru fimm sendiráð sem stóðu að sýningunni, gátu breytingar verið flóknar og þar af leiðandi þýtt mun meiri vinnu en í öðru samhengi, til dæmis ef um væri að ræða sýningu á safni. Það sem hefur því verið lærdómsríkast í ferlinu er að gefast aldrei upp og alltaf að fylgja hjartanu, í stað þess að velja einföldu leiðina. Einungis þannig getur niðurstaðan orðið eitthvað sem maður getur verið stoltur af.“ Það var margt um manninn á opnun sýningarinnar. Þetta verk er eftir Jeppe Hein.Bernhard Ludewig Reddaði bílskúr til láns og setti upp sölusýningu sem unglingur Listin hefur alla tíð verið stór partur af lífi Margrétar og hún hefur starfað gagngert á sviði myndlistar í rúm fimmtán ár. „Ég var mikið dregin á tónleika og myndlistarsýningar sem barn, fékk tækifæri til að vinna í leikhúsi og auglýsingum sem unglingur, æfði á hljóðfæri, söng í kór og stundaði nám í Listdansskólanum. Ég held að ég hafi alltaf vitað að ég myndi gera eitthvað sem tengdist listum en mér fannst samt alltaf áhugaverðara að vera hinum megin við borðið. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að vera að brasa með list. Í grunnskóla setti ég upp mína fyrstu sölusýningu á myndum sem eldri nemendur skólans höfðu hent, ég fór gaumgæfilega í gegn um bunkann, reddaði mér bílskúr til láns og seldi hverja einustu mynd.“ Tengslin við fólk dýrmætast og mest gefandi Bakgrunnur Margrétar er í dansi en hún lærði svo listfræði, fjölmiðlafræði og frumkvöðlafræði. „Það var frábær blanda fyrir mig. Strax í náminu byrjaði ég að vinna að fjölbreyttum verkefnum á sviði myndlistar auk þess að skrifa dansgagnrýni fyrir Morgunblaðið. Á þessum árum byrjaði ég einnig að ferðast á myndlistarmessur og kynna mér þá hlið myndlistarinnar nánar. Í myndlistinni eru tengsl við fólk eitt það dýrmætasta og mest gefandi sem maður á. Vináttan, traustið og hvatningin sem ég fann á ferðalögum mínum þegar ég var að taka mín fyrstu skref innan fagsins styrktu mig í því að halda áfram og hoppa út í djúpu laugina. Árið 2011 hóf ég störf hjá Kristjáni B. Jónassyni í Crymogeu. Ég á honum mikið að þakka, það var alltaf gaman hjá okkur og það var allt hægt. Þar ritstýrði ég fjölda bóka og sýningarstýrði jafnframt mínum fyrstu stóru myndlistarsýningum á þeim árum. Kristján var alltaf tilbúin til að gefa mér svigrúm til að ferðast, vinna að sýningum eða öðrum verkefnum samhliða vinnunni í listaverkabókunum. Eftir Crymogeu árin hóf ég störf sem framkvæmdastjóri BERG Contemporary, ári fyrir opnun gallerísins. Þá hætti ég öllum aukaverkefnum og nefndarstörfum og einbeitti mér einungis að galleríinu í nokkur ár.“ Eftir þann tíma hefur Margrét sömuleiðis starfað sem ráðgjafi og sýningarstjóri á sviði myndlistar, meðal annars fyrir Seðlabanka Íslands, og er ljóst að hún lifir og hrærist í fjölbreyttum heimi listarinnar. View this post on Instagram A post shared by 𝕄𝕒𝕣𝕘𝕣é𝕥 Á𝕤𝕜𝕖𝕝𝕤𝕕ó𝕥𝕥𝕚𝕣 🇮🇸 (@margretaskels) Kóngafólk Norðurlandanna lét sig ekki vanta Sýningin er opin almenningi til 19. janúar 2025. Sérstök foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum var stjörnum prýdd og meðal gesta voru sænska krúnuprinsessan Viktoría og prinsinn Daníel, Haakon og Mette-Marit krúnu prins og prinsessa í Noregi, Friðrik konungur og Mary drottning frá Danmörku, Halla Tómasdóttir forseti Íslands og svo lengi mætti telja. Erika Hoffmann, eigandi eins merkasta samtímalistasafns í Evrópu, lét sig ekki heldur vanta. „Gestir sýningarinnar eru hvattir til að taka þátt í samræðum um áhrif listanna og deila eigin hugleiðingum um framtíðina. Þessar hugleiðingar verða hluti af tímakapsúlu sem verður opnuð eftir 25 ár. Summation endurspeglar mikilvægi umhyggju og virðingar, fyrir sjálfum okkur og öðrum, og mikilvægi þess að samfélög styðji sköpunarkraft og fjölbreyttar hugmyndir,“ segir Margrét að lokum. Hér má sjá fleiri vel valdar myndir frá opnuninni: Margrét ásamt Eriku Hoffman og A K Dolven.Bernhard Ludewig Danska drottningin Mary glæsileg í ljósbláu á opnuninni.Bernhard Ludewig Friðrik konungur Danmörku flottur.Bernhard Ludewig Mette-Marit krúnuprinsessa í Noregi.Bernhard Ludewig Gestir máluðu bláar línur.Bernhard Ludewig Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir forseti Íslands skemmtu sér vel hér ásamt Margréti.Bernhard Ludewig Auður Jörundsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir.Bernhard Ludewig Málþing í tengslum við sýninguna.Bernhard Ludewig Norska krúnuprinsessan Mette-Marit og Margrét á spjalli til hægri. Mary Danadrottning og Halla Tómasdóttir forseti Íslands flottar til vinstri.Bernhard Ludewig Íslendingar erlendis Myndlist Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þann 24. október síðastliðinn opnaði sýningin Summation - Each autonomous, and yet together í Felleshus, sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Sýningin, sem er í sýningarstjórn Margrétar, markar 25 ára afmæli sameiginlegs sendiráðahúss Norðurlandanna í Berlín. Á sýningunni er nokkur fjöldi verka eftir tíu listamenn en þar á meðal eru verk eftir fremstu listamenn Norðurlandanna. Listamenn sýningarinnar eru A.K. Dolven, Aksel Ree, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Aura Hakuri, Christian Partos, Hanna Ljungh, Hans Rosenström, Jeppe Hein, Mille Kalsmose og Ragnar Kjartansson. Margrét í svarta kjólnum ásamt nokkrum af listamönnum sýningarinnar. Þar á meðal er Ásta Fanney lengst til vinstri.Bernhard Ludewig Stuttur tímarammi en hugmyndin kom fljótt „Ég fékk sendan tölvupóst rétt fyrir síðustu jól þar sem mér var boðið að senda inn tillögu að sýningu í tilefni þessa afmælis. Norrænu sendiráðin í Berlín höfðu fengið aðstoð nokkurra fagfélaga við val sýningarstjóra sem fengu boð um að senda inn tillögu. Þó að tímaramminn hafi verið stuttur fann ég strax hvaða hugmyndafræði mér fannst spennandi að setja inn í þetta samhengi, svo ég ákvað að slá til og senda inn tillögu. Um áramótin var mér svo greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir Margrét. Sýningin dregur nafn sitt af hugleiðingum Margrétar Þórhildar II. Danadrottningar sem lýsti norrænu samstarfi í sendiráðahúsinu árið 1999 með orðunum „Hver fyrir sig, en samt saman“. Þessi orð eru leiðarstef sýningarinnar, þar sem samspil einstaklings og samfélags er skoðað. Sýningin er að sögn Margrétar rómantísk melankólía um hina eilífu sammannlegu togstreitu sem felst í því að hugsa inn á við og lifa í samfélagi með öðrum. Hún varpar ljósi á mikilvægi samstöðu og trausts, ekki aðeins á sviði stjórnmálasamstarfs heldur einnig milli einstaklinga í samfélagi. Með hlustun, trausti, umhyggju og virðingu skapast rými þar sem fjölbreytileiki, sköpunargleði og nýjar hugmyndir fá að blómstra. Sér sýninguna eins og líkama „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Það er mikill fjöldi fólks sem kom að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti. Ég hef verið í nánu sambandi við flesta listamenn sýningarinnar, gallerista þeirra, stúdío og annað aðstoðarfólk,“ segir Margrét og bætir við að hún hafi þurft að ferðast töluvert til þess að skoða verk og ræða málin. „Örfá verk valdi ég strax í byrjun og fékk að láni en flestir listamannanna voru mikill partur af ferlinu. Samtöl við listamennina dýpkuðu hugmyndafræðina og úr varð að tveir þeirra unnu ný verk sérstaklega fyrir sýninguna. Ég sé sýninguna eins og líkama, hvert verk hefur sinn tilgang eða tilfinningu sem er órjúfanlegur partur af heildinni. Þar sem það voru fimm sendiráð sem stóðu að sýningunni, gátu breytingar verið flóknar og þar af leiðandi þýtt mun meiri vinnu en í öðru samhengi, til dæmis ef um væri að ræða sýningu á safni. Það sem hefur því verið lærdómsríkast í ferlinu er að gefast aldrei upp og alltaf að fylgja hjartanu, í stað þess að velja einföldu leiðina. Einungis þannig getur niðurstaðan orðið eitthvað sem maður getur verið stoltur af.“ Það var margt um manninn á opnun sýningarinnar. Þetta verk er eftir Jeppe Hein.Bernhard Ludewig Reddaði bílskúr til láns og setti upp sölusýningu sem unglingur Listin hefur alla tíð verið stór partur af lífi Margrétar og hún hefur starfað gagngert á sviði myndlistar í rúm fimmtán ár. „Ég var mikið dregin á tónleika og myndlistarsýningar sem barn, fékk tækifæri til að vinna í leikhúsi og auglýsingum sem unglingur, æfði á hljóðfæri, söng í kór og stundaði nám í Listdansskólanum. Ég held að ég hafi alltaf vitað að ég myndi gera eitthvað sem tengdist listum en mér fannst samt alltaf áhugaverðara að vera hinum megin við borðið. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að vera að brasa með list. Í grunnskóla setti ég upp mína fyrstu sölusýningu á myndum sem eldri nemendur skólans höfðu hent, ég fór gaumgæfilega í gegn um bunkann, reddaði mér bílskúr til láns og seldi hverja einustu mynd.“ Tengslin við fólk dýrmætast og mest gefandi Bakgrunnur Margrétar er í dansi en hún lærði svo listfræði, fjölmiðlafræði og frumkvöðlafræði. „Það var frábær blanda fyrir mig. Strax í náminu byrjaði ég að vinna að fjölbreyttum verkefnum á sviði myndlistar auk þess að skrifa dansgagnrýni fyrir Morgunblaðið. Á þessum árum byrjaði ég einnig að ferðast á myndlistarmessur og kynna mér þá hlið myndlistarinnar nánar. Í myndlistinni eru tengsl við fólk eitt það dýrmætasta og mest gefandi sem maður á. Vináttan, traustið og hvatningin sem ég fann á ferðalögum mínum þegar ég var að taka mín fyrstu skref innan fagsins styrktu mig í því að halda áfram og hoppa út í djúpu laugina. Árið 2011 hóf ég störf hjá Kristjáni B. Jónassyni í Crymogeu. Ég á honum mikið að þakka, það var alltaf gaman hjá okkur og það var allt hægt. Þar ritstýrði ég fjölda bóka og sýningarstýrði jafnframt mínum fyrstu stóru myndlistarsýningum á þeim árum. Kristján var alltaf tilbúin til að gefa mér svigrúm til að ferðast, vinna að sýningum eða öðrum verkefnum samhliða vinnunni í listaverkabókunum. Eftir Crymogeu árin hóf ég störf sem framkvæmdastjóri BERG Contemporary, ári fyrir opnun gallerísins. Þá hætti ég öllum aukaverkefnum og nefndarstörfum og einbeitti mér einungis að galleríinu í nokkur ár.“ Eftir þann tíma hefur Margrét sömuleiðis starfað sem ráðgjafi og sýningarstjóri á sviði myndlistar, meðal annars fyrir Seðlabanka Íslands, og er ljóst að hún lifir og hrærist í fjölbreyttum heimi listarinnar. View this post on Instagram A post shared by 𝕄𝕒𝕣𝕘𝕣é𝕥 Á𝕤𝕜𝕖𝕝𝕤𝕕ó𝕥𝕥𝕚𝕣 🇮🇸 (@margretaskels) Kóngafólk Norðurlandanna lét sig ekki vanta Sýningin er opin almenningi til 19. janúar 2025. Sérstök foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum var stjörnum prýdd og meðal gesta voru sænska krúnuprinsessan Viktoría og prinsinn Daníel, Haakon og Mette-Marit krúnu prins og prinsessa í Noregi, Friðrik konungur og Mary drottning frá Danmörku, Halla Tómasdóttir forseti Íslands og svo lengi mætti telja. Erika Hoffmann, eigandi eins merkasta samtímalistasafns í Evrópu, lét sig ekki heldur vanta. „Gestir sýningarinnar eru hvattir til að taka þátt í samræðum um áhrif listanna og deila eigin hugleiðingum um framtíðina. Þessar hugleiðingar verða hluti af tímakapsúlu sem verður opnuð eftir 25 ár. Summation endurspeglar mikilvægi umhyggju og virðingar, fyrir sjálfum okkur og öðrum, og mikilvægi þess að samfélög styðji sköpunarkraft og fjölbreyttar hugmyndir,“ segir Margrét að lokum. Hér má sjá fleiri vel valdar myndir frá opnuninni: Margrét ásamt Eriku Hoffman og A K Dolven.Bernhard Ludewig Danska drottningin Mary glæsileg í ljósbláu á opnuninni.Bernhard Ludewig Friðrik konungur Danmörku flottur.Bernhard Ludewig Mette-Marit krúnuprinsessa í Noregi.Bernhard Ludewig Gestir máluðu bláar línur.Bernhard Ludewig Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir forseti Íslands skemmtu sér vel hér ásamt Margréti.Bernhard Ludewig Auður Jörundsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir.Bernhard Ludewig Málþing í tengslum við sýninguna.Bernhard Ludewig Norska krúnuprinsessan Mette-Marit og Margrét á spjalli til hægri. Mary Danadrottning og Halla Tómasdóttir forseti Íslands flottar til vinstri.Bernhard Ludewig
Íslendingar erlendis Myndlist Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira