Innlent

Bein út­sending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vest­manna­eyja

Árni Sæberg skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra meðfram störfum sínum sem fjármálaráðherra. Hann pantaði skýrsluna þegar hann var einungis innviðaráðherra í mars 2023.
Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra meðfram störfum sínum sem fjármálaráðherra. Hann pantaði skýrsluna þegar hann var einungis innviðaráðherra í mars 2023. Stöð 2/Einar

Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnir skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu í dag klukkan 13. Sjá má kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan.

Í tilkynningu þess efnis segir að að loknum fundi verði skýrslan formlega afhent ráðherra.

Hlutverk starfshópsins hafi verið að setja fram sviðsmyndir um mismunandi útfærslur og kosti og galla hverrar fyrir sig. Hópnum hafi einnig verið falið að meta arðsemi framkvæmdarinnar. 

Loks hafi starfshópnum verið ætlað að leggja fram kostnaðarmetna áætlun um þær jarðfræðilegu rannsóknir, sem og aðrar rannsóknir, sem framkvæma þarf, svo hægt verði að leggja endanlegt mat á fýsileika framkvæmdarinnar.

Sjá má beina útsendingu frá fundinum í spilaranum hér að neðan:


Tengdar fréttir

Lætur kanna fýsi­leika jarð­gangna til Vest­manna­eyja

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp sem ætlað er að leggja mat á fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja, byggt á fyrirliggjandi vísindagögnum og nýjustu upplýsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×