Biden í bobba eftir ummæli um rusl Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2024 07:12 Tilraun Bidens til að blanda sér í ruslumræðuna hefur komið demókrötum í bobba. Chip Somodevilla/Getty Images Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. Baráttan hefur verið óvenju hörð og stór orð hafa verið látin falla. Mikla athygli vakti á dögunum þegar fremur óþekktur grínisti kom fram á fundi með Donald Trump í New York á dögunum þar sem hann líkti eyjunni Puerto Rico við ruslahaug. Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á mörgum og frambjóðendur demókrata nýttu sér þau til að gagnrýna orðræðu Trump og hans stuðningsmanna í garð innflytjenda. Joe Biden forseti og fyrrverandi frambjóðandi blandaði sér svo í slaginn í gærkvöldi með ummælum sem eru þó ekki talin koma Kamölu Harris sérstaklega vel. Í stuttu myndskeiði sést hann gagnrýna ummælin harðlega og segist ekki kannast við rusl í tengslum við fólk frá Puerto Rico. Eina ruslið sem hann sjái séu stuðningsmenn Trumps, virðist hann segja. Þessi ummæli forsetans hafa síðan aftur vakið gríðarlega hörð viðbrögð hjá Repúblikönum sem hafa hamast á forsetanum aldna. JD Vance varaforsetaefni Trump segir að með þessum ummælum hafi Biden ráðist að helmingi Bandaríkjamanna og Trump sjálfur vék að ummælunum á kosningafundi í Pennsylvaníu. Hann hæddist síðan að forsetanum aldna og bað stuðningsmenn sína um að fyrirgefa honum, þar sem hann vissi ekki hvað hann væri að segja. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Baráttan hefur verið óvenju hörð og stór orð hafa verið látin falla. Mikla athygli vakti á dögunum þegar fremur óþekktur grínisti kom fram á fundi með Donald Trump í New York á dögunum þar sem hann líkti eyjunni Puerto Rico við ruslahaug. Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á mörgum og frambjóðendur demókrata nýttu sér þau til að gagnrýna orðræðu Trump og hans stuðningsmanna í garð innflytjenda. Joe Biden forseti og fyrrverandi frambjóðandi blandaði sér svo í slaginn í gærkvöldi með ummælum sem eru þó ekki talin koma Kamölu Harris sérstaklega vel. Í stuttu myndskeiði sést hann gagnrýna ummælin harðlega og segist ekki kannast við rusl í tengslum við fólk frá Puerto Rico. Eina ruslið sem hann sjái séu stuðningsmenn Trumps, virðist hann segja. Þessi ummæli forsetans hafa síðan aftur vakið gríðarlega hörð viðbrögð hjá Repúblikönum sem hafa hamast á forsetanum aldna. JD Vance varaforsetaefni Trump segir að með þessum ummælum hafi Biden ráðist að helmingi Bandaríkjamanna og Trump sjálfur vék að ummælunum á kosningafundi í Pennsylvaníu. Hann hæddist síðan að forsetanum aldna og bað stuðningsmenn sína um að fyrirgefa honum, þar sem hann vissi ekki hvað hann væri að segja.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15