Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 10:31 Joe Mazzulla hefur gert frábæra hluti með Boston Celtics. Liðið er ríkjandi meistari og hefur byrjað nýtt tímabil vel. Getty/Chris Coduto Joe Mazzulla gerði Boston Celtics að NBA meisturum í sumar en hann vill sjá breytingar á reglum í leikjum NBA deildarinnar í körfubolta. Mazzulla var í útvarpsviðtali í íþróttaþætti í Boston og talið barst að reglum leiksins. Mazzulla vildi þar meðal annars breyta reglunum um tæknivillur. Hann vill frekar að liðið sem fær á sig tæknivilluna missi leikmann út af í nokkrar sekúndur í stað þess að mótherjinn fái eitt vítaskot. Honum finnst ekki nógu mikil refsing að mótherjinn fái eitt víti sem verður engin refsing ef leikmaðurinn klikkar á vítinu. Mazzulla sér þetta fyrir sér þannig að lið spili frekar fimm á móti fjórum í stuttan tíma. Leikmaðurinn í skammarkróknum megi ekki yfirgefa miðjuhringinn fyrr en eftir fimm sekúndur. Þetta var áhugaverð hugmynd enda svipaðar reglur við lýði í nokkrum öðrum íþróttagreinum. Enn róttækari var þó hugmynd Mazzulla um að leyfa slagsmál í NBA. Það er mjög hart tekið á grófum leik í dag og mun minna um harkaleg brot. Sú var ekki raunin á árum áður. NBA deildin fór í átak gegn slagsmálum á níunda og tíunda áratugnum og leikmenn fá meðal annars leikbönn ef þeir yfirgefa bekkinn til að taka þátt í átökum inn á vellinum. „Ég vildi óska þess að við fengjum aftur slagsmál í deildina. Þið eruð að tala um að það vanti meira skemmtanagildi í deildina. Hvað er skemmtilegra en smá handalögmál,“ spurði Joe Mazzulla. „Hvernig stendur á því að þeir leyfa átök í hafnabolta og í íshokkí ég ekki í körfubolta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Mazzulla. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) View this post on Instagram A post shared by The Sporting News (@sportingnews) NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Mazzulla var í útvarpsviðtali í íþróttaþætti í Boston og talið barst að reglum leiksins. Mazzulla vildi þar meðal annars breyta reglunum um tæknivillur. Hann vill frekar að liðið sem fær á sig tæknivilluna missi leikmann út af í nokkrar sekúndur í stað þess að mótherjinn fái eitt vítaskot. Honum finnst ekki nógu mikil refsing að mótherjinn fái eitt víti sem verður engin refsing ef leikmaðurinn klikkar á vítinu. Mazzulla sér þetta fyrir sér þannig að lið spili frekar fimm á móti fjórum í stuttan tíma. Leikmaðurinn í skammarkróknum megi ekki yfirgefa miðjuhringinn fyrr en eftir fimm sekúndur. Þetta var áhugaverð hugmynd enda svipaðar reglur við lýði í nokkrum öðrum íþróttagreinum. Enn róttækari var þó hugmynd Mazzulla um að leyfa slagsmál í NBA. Það er mjög hart tekið á grófum leik í dag og mun minna um harkaleg brot. Sú var ekki raunin á árum áður. NBA deildin fór í átak gegn slagsmálum á níunda og tíunda áratugnum og leikmenn fá meðal annars leikbönn ef þeir yfirgefa bekkinn til að taka þátt í átökum inn á vellinum. „Ég vildi óska þess að við fengjum aftur slagsmál í deildina. Þið eruð að tala um að það vanti meira skemmtanagildi í deildina. Hvað er skemmtilegra en smá handalögmál,“ spurði Joe Mazzulla. „Hvernig stendur á því að þeir leyfa átök í hafnabolta og í íshokkí ég ekki í körfubolta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Mazzulla. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) View this post on Instagram A post shared by The Sporting News (@sportingnews)
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira