Sport

Dag­skráin í dag: Bónus deild karla, GAZið, ís­hokkí og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
DeAndre Kane og félagar eru í beinni í kvöld.
DeAndre Kane og félagar eru í beinni í kvöld. Vísir/Anton

Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport. Við bjóðum upp á beinar útsendingar frá Bónus-deild karla í körfubolta, íshokkí og golf.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.00 er GAZið: Upphitun á dagskrá. Þar hitar Pavel Ermolinskij fyrir komandi umferð í Bónus-deild karla í körfubolta.

Klukkan 19.10 fer Skiptiborðið af stað en þar veður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í Bónus-deild karla. Klukkan 21.00 eru Tilþrifin á dagskrá, þar verður farið yfir það helsta sem gerðist í leikjum kvöldsins.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 03.00 er TOTO Japan Classic-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.05 tekur Stjarnan á móti Grindavík í Bónus-deild karla.

Bónus deildin

Klukkan 19.10 verður leikur Njarðvíkur og Vals í beinni útsendingu hjá GAZinu. Þar mun Pavel fara yfir leikinn á sinn einstaka hátt.

Bónus deildin 2

Klukkan 19.10 tekur Álftanes á móti ÍR.

Bónus deildin 3

Klukkan 19.10 tekur Tindastóll á móti Hetti.

Vodafone Sport

Klukkan 10.00 er Riyadh-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LET-mótaröðinni.

Klukkan 23.05 er leikur Maple Leafs og Kraken í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×