Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Árni Jóhannsson skrifar 30. október 2024 21:27 Tinna Guðrún gerði vel í kvöld og skilaði 14 stigum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður Hauka, var ein af ástæðum þess að leikur Vals og Hauka í Bónus deild kvenna í körfuknattleik varð ekki spennandi nema í fyrsta leikhluta. Leikurinn endaði 69-84 fyrir Hauka sem eru einar á toppi deildarinnar. Tinna sjálf skoraði 14 stig og var mikilvægur hlekkur í varnarkeðjunni sem hélt nánast allan leikinn. Verður ekki að kalla þetta sigur varnarleiksins? „Jú, allavega eftir fyrsta leikhlutann allavega. Þá rifum við okkur í gang í vörninni og það vann leikinn fyrir okkur“, sagði Tinna og hélt áfram þegar hún var innt eftir því hvort leikmenn hafi breytt einhverju sérstöku milli leikhluta en Valur leiddi 16-14 eftir fyrsta leikhluta en eftir það tóku Haukar öll völd. „Nei ekki beint. Við bara komum með mikið meiri orku inn í annan leikhluta en það vantaði í fyrsta leikhlutanum. Ég veit ekki, við kveiktum á einhverjum rofa og það dugði.“ Varðandi þennan sigur, finnst Tinnu þetta vera skilaboð til annarra liða í deildinni. Haukar búnar að vinna fjóra af fyrstu fimm leikjunum og þessi sigur var ansi sannfærandi. „Já já. Það er bara rosalega mikið af góðum liðum í deildinni og við verðum að mæta tilbúnar í alla leiki. Við getum ekki mætt í leiki eins og við mættum í þennan.“ Tinnu leið greinilega vel í kvöld en eins og áður sagði skoraði hún 14 stig og hitti fjórum af átta þriggja stiga tilraunum. Haukar unnu mínúturnar hennar með 18 stigum. „Tilfinningin hjá mér er mjög góð og er frekar spennt fyrir restinni af tímabilinu. Við erum með góðan hóp þannig að það er góð stemmning og ekki annað hægt en að vera spennt.“ Svona sigrar, hvað gefa þeir liðinu og hefur Tinna áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé hafi slæm áhrif á taktinn í liðinu. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem er geggjað. Ég hef svo engar áhyggjur að þetta detti eitthvað niður hjá okkur í landsleikjahléinu.“ Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Tinna sjálf skoraði 14 stig og var mikilvægur hlekkur í varnarkeðjunni sem hélt nánast allan leikinn. Verður ekki að kalla þetta sigur varnarleiksins? „Jú, allavega eftir fyrsta leikhlutann allavega. Þá rifum við okkur í gang í vörninni og það vann leikinn fyrir okkur“, sagði Tinna og hélt áfram þegar hún var innt eftir því hvort leikmenn hafi breytt einhverju sérstöku milli leikhluta en Valur leiddi 16-14 eftir fyrsta leikhluta en eftir það tóku Haukar öll völd. „Nei ekki beint. Við bara komum með mikið meiri orku inn í annan leikhluta en það vantaði í fyrsta leikhlutanum. Ég veit ekki, við kveiktum á einhverjum rofa og það dugði.“ Varðandi þennan sigur, finnst Tinnu þetta vera skilaboð til annarra liða í deildinni. Haukar búnar að vinna fjóra af fyrstu fimm leikjunum og þessi sigur var ansi sannfærandi. „Já já. Það er bara rosalega mikið af góðum liðum í deildinni og við verðum að mæta tilbúnar í alla leiki. Við getum ekki mætt í leiki eins og við mættum í þennan.“ Tinnu leið greinilega vel í kvöld en eins og áður sagði skoraði hún 14 stig og hitti fjórum af átta þriggja stiga tilraunum. Haukar unnu mínúturnar hennar með 18 stigum. „Tilfinningin hjá mér er mjög góð og er frekar spennt fyrir restinni af tímabilinu. Við erum með góðan hóp þannig að það er góð stemmning og ekki annað hægt en að vera spennt.“ Svona sigrar, hvað gefa þeir liðinu og hefur Tinna áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé hafi slæm áhrif á taktinn í liðinu. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem er geggjað. Ég hef svo engar áhyggjur að þetta detti eitthvað niður hjá okkur í landsleikjahléinu.“
Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31