Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 08:01 Matilde Lorenzi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt eftir rúmar tvær vikur. @mati.lorenzi Faðir hinnar nítján ára gömlu Matilde Lorenzi hefur tjáð sig um fráfall dóttur sinnar en ítalska skíðakonan lést eftir fall á æfingu eins og kom fram á Vísi í gær. Faðir hennar heitir Adolfo Lorenzi og hann ræddi við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport. Adolfo segir fjölskyldu hennar ætla að berjast fyrir betra öryggi skíðafólks í framtíðinni. Þau vilja passa upp á að dauði hennar sé ekki til einskis og að hann kalli fram nauðsynlegar breytingar fyrir ungt skíðafólk. Það fer ekkert á milli mála að hann kennir skorti á öryggisatriðum um dauða dóttur sinnar. „Við viljum ekki sjá blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast bara í viku en verkefni eins og þetta lifir lengi,“ sagði Adolfo Lorenzi við La Gazzetta dello Sport. Hann ætlar að safna peningum í nafni dóttur sinnar en í þessu verkefni vill hann virkja háskóla og fyrirtæki með það að augum að auka öryggi fyrir ungt skíðafólk. Stefnan er meðal annars að bæta búnað skíðafólksins þannig að það sé ekki eins berskjaldað þegar það dettur í brekkunni. „Þetta var slys sem enginn átti að lenda í. Við erum samt sannfærð um það að hún hafi fengið bestu umönnun í boði í sjúkraþyrlunni og höfum yfir engu að kvarta þar. Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ sagði Adolfo. Adolfo lýsir dóttur sinni sem algjörum demanti sem var forvitin um heiminn og sólgin í að læra. Auk þess að vera skíðakona þá stundaði hún einnig nám í sálfræði og var þegar komin með próf í bæði ensku og frönsku. «Questo è un momento terribile, pieno di emozioni. C’è una cosa, però, che terrei a dire. Per il funerale di Matilde non vogliamo nessun tipo di fiore. In queste ore stiamo cercando di organizzare una raccolta di fondi da destinare al miglioramento della sicurezza degli atleti… pic.twitter.com/z7EYMpgyTa— La Stampa (@LaStampa) October 29, 2024 Skíðaíþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Faðir hennar heitir Adolfo Lorenzi og hann ræddi við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport. Adolfo segir fjölskyldu hennar ætla að berjast fyrir betra öryggi skíðafólks í framtíðinni. Þau vilja passa upp á að dauði hennar sé ekki til einskis og að hann kalli fram nauðsynlegar breytingar fyrir ungt skíðafólk. Það fer ekkert á milli mála að hann kennir skorti á öryggisatriðum um dauða dóttur sinnar. „Við viljum ekki sjá blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast bara í viku en verkefni eins og þetta lifir lengi,“ sagði Adolfo Lorenzi við La Gazzetta dello Sport. Hann ætlar að safna peningum í nafni dóttur sinnar en í þessu verkefni vill hann virkja háskóla og fyrirtæki með það að augum að auka öryggi fyrir ungt skíðafólk. Stefnan er meðal annars að bæta búnað skíðafólksins þannig að það sé ekki eins berskjaldað þegar það dettur í brekkunni. „Þetta var slys sem enginn átti að lenda í. Við erum samt sannfærð um það að hún hafi fengið bestu umönnun í boði í sjúkraþyrlunni og höfum yfir engu að kvarta þar. Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ sagði Adolfo. Adolfo lýsir dóttur sinni sem algjörum demanti sem var forvitin um heiminn og sólgin í að læra. Auk þess að vera skíðakona þá stundaði hún einnig nám í sálfræði og var þegar komin með próf í bæði ensku og frönsku. «Questo è un momento terribile, pieno di emozioni. C’è una cosa, però, che terrei a dire. Per il funerale di Matilde non vogliamo nessun tipo di fiore. In queste ore stiamo cercando di organizzare una raccolta di fondi da destinare al miglioramento della sicurezza degli atleti… pic.twitter.com/z7EYMpgyTa— La Stampa (@LaStampa) October 29, 2024
Skíðaíþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira