Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 07:41 Raygun sést hér í breikdanskeppninni á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Ezra Shaw Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn, betur þekkt sem „Raygun“, hefur snúið vörn í sókn gegn nettröllunum sem herjuðu á hana eftir eftirminnilegan dans hennar á Ólympíuleikunum í París. "Raygun" sló í gegn á leikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en grínið var þó oft rætið. Hún sagði seinna frá miklu áreiti sem hún þurfti að þola þar sem var meðal annars haldið fram að hún hafi svindlað sér inn á leikana. Nú ætlar hún að gefa fjandmönnum sínum tækifæri til að standa við stóru orðin og fá um leið tækifæri til að vinna sér inn pening. Raygun hefur sett á laggirnar danskeppni þar sem sigurvegarinn fær fimm þúsund dollara og besta danshópurinn fær tíu þúsund dollara. Það eru 688 þúsund krónur í boði fyrir einstaklinga og 1,3 milljónir fyrir danshópana. „Ég hef heyrt frá sumum ykkar að þið þykist geta gert betur en ég. Virkilega? Nú skulum við komast að því,“ sagði Raygun í auglýsingunni fyrir keppnina en hana má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by finder.com.au (@finder.au) Dans Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
"Raygun" sló í gegn á leikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en grínið var þó oft rætið. Hún sagði seinna frá miklu áreiti sem hún þurfti að þola þar sem var meðal annars haldið fram að hún hafi svindlað sér inn á leikana. Nú ætlar hún að gefa fjandmönnum sínum tækifæri til að standa við stóru orðin og fá um leið tækifæri til að vinna sér inn pening. Raygun hefur sett á laggirnar danskeppni þar sem sigurvegarinn fær fimm þúsund dollara og besta danshópurinn fær tíu þúsund dollara. Það eru 688 þúsund krónur í boði fyrir einstaklinga og 1,3 milljónir fyrir danshópana. „Ég hef heyrt frá sumum ykkar að þið þykist geta gert betur en ég. Virkilega? Nú skulum við komast að því,“ sagði Raygun í auglýsingunni fyrir keppnina en hana má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by finder.com.au (@finder.au)
Dans Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira