Lífið

Þakk­látur starfs­fólki Land­spítalans eftir mótorhjólaslys

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Timothy dvaldi á Landspítalanum í tvær vikur eftir slysið.
Timothy dvaldi á Landspítalanum í tvær vikur eftir slysið. Landspítala

Bandaríski ferðamaðurinn Timothy Bradley sendi starfsfólki Landspítalans hjartnæmt bréf og gjöf í þakklætisskyni fyrir að hafa hlúð að honum eftir að hann lenti í mótorhjólaslysi í grennd við Gullfoss í september síðastliðnum. Hann gaf starfsmönnum sérmerktan kaffibolla og súkkulaði.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Landsspítalans. „Timothy var í mótorhjólaferð um hálendi Íslands ásamt vinum sínum þegar hann datt og slasaðist alvarlega í grennd við Gullfoss. Í fyrstu reyndi hann að halda ferðinni áfram en að lokum þurfti að hringja á sjúkrabíl sem fór með hann á Landspítala,“ segir meðal annars í færslunni.

Timothy á ferðalagi sínu í sumar.Landspítali

Þar segir einnig að bataferlið hafi reynst lengra og erfiðara en talið var í fyrstu. Þurfti Timoyhy að dvelja á spítalanum í tvær vikur vegna sýkingar í lunga.

Á myndunum hér að neðan má sjá myndir af Timothy fyrir og eftir slysið.

Landspítali

Í þakklætisskyni lét Timothy hanna sérmerkta kaffibolla með áletruninni „I saved Timothy,“ eða „Ég bjargaði Timothy,“ ásamt sérvöldu súkkulaði frá Bandaríkjunum.

Starfsfólkið með bollana frá Timothy.Landspítali

Timothy á Landspítalanum.Landspítali

Hér má að neðan má sjá Timothy um borð vél Icelandair á leið til Bandaríkjanna eftir viðburðarríka dvöl á Íslandi.

Á leið aftur heim til Bandaríkjanna eftir viðburðaríka Íslandsför.Landspítali






Fleiri fréttir

Sjá meira


×