Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2024 13:32 Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofun EFTA, ESA, hefur hvatt Ísland til að huga að frekari aðgerðum varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til þess hversu naumt er að landið haldi sig innan núverandi markmiða. Þetta kemur fram í fjórðu ársskýrslu ESA um árangur Íslands og Noregs við að ná þeim markmiðum sem ríkin hafi sett sér um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 samkvæmt skuldbindingum EES-samningsins. Þar segir að í skýrslunni sé fjallað um árangur Íslands og Noregs við að ná loftslagsmarkmiðum sínum samkvæmt reglugerðum um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation, ESR) og um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (e. Land Use, Land Use Change and Forestry, LULUCF). Við matið sé stuðst við gögn frá ríkjunum sjálfum sem hafa verið gæðaskoðuð hjá Umhverfisstofnun Evrópu. „Fram kemur í bráðabirgðaútreikningum skýrslunnar að Ísland verði líklega áfram rétt innan núverandi markmiða en Noregur standi frammi fyrir verulegum áskorunum við að ná núverandi markmiðum. Hvetur skýrslan Noreg eindregið til að íhuga frekari ráðstafanir til að draga úr losun. Þá er Ísland hvatt til að huga að frekari aðgerðum með tilliti til þess hversu naumt er að það haldi sig innan núverandi markmiða. Lagarammi skýrslu ESA um árangur við að ná loftslagsmarkmiðum Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Reglugerðin á við um greinar eins og landbúnað, byggingariðnað, samgöngur, úrgang og iðnað sem fellur ekki undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS-kerfið). Samkvæmt reglugerðinni um landnotkun (LULUCF) hafa aðildarríkin undirgengist skuldbindingar sem ætlað er að tryggja að losun frá landnotkun og skógrækt sé jöfnuð með að minnsta kosti jafngildri bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir eru Ísland og Noregur hvött til að huga að auknum aðgerðum í geira landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Þó ber að hafa í huga að Ísland og Noregur, líkt og Evrópusambandið, hafa gengist undir enn metnaðarfyllri markmið með Parísarsamkomulaginu, það er að draga úr losun um a.m.k. 55% samanborið við losun ársins 1990. Hins vegar hafa þessar nýju skuldbindingar ekki enn verið teknar upp í EES-samninginn. Þar sem ESA er falið að meta árangur Íslands og Noregs í átt að gildandi markmiðum samkvæmt gildandi EES-rétti, metur skýrslan árangur Íslands og Noregs að markmiðum sem endurspegla fyrri skuldbindingar Parísarsamningsins um a.m.k. 40% samdrátt fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, en ekki a.m.k. 55% samdrátt,“ segir í tilkynningu frá ESA. Loftslagsmál EFTA Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þetta kemur fram í fjórðu ársskýrslu ESA um árangur Íslands og Noregs við að ná þeim markmiðum sem ríkin hafi sett sér um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 samkvæmt skuldbindingum EES-samningsins. Þar segir að í skýrslunni sé fjallað um árangur Íslands og Noregs við að ná loftslagsmarkmiðum sínum samkvæmt reglugerðum um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation, ESR) og um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (e. Land Use, Land Use Change and Forestry, LULUCF). Við matið sé stuðst við gögn frá ríkjunum sjálfum sem hafa verið gæðaskoðuð hjá Umhverfisstofnun Evrópu. „Fram kemur í bráðabirgðaútreikningum skýrslunnar að Ísland verði líklega áfram rétt innan núverandi markmiða en Noregur standi frammi fyrir verulegum áskorunum við að ná núverandi markmiðum. Hvetur skýrslan Noreg eindregið til að íhuga frekari ráðstafanir til að draga úr losun. Þá er Ísland hvatt til að huga að frekari aðgerðum með tilliti til þess hversu naumt er að það haldi sig innan núverandi markmiða. Lagarammi skýrslu ESA um árangur við að ná loftslagsmarkmiðum Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Reglugerðin á við um greinar eins og landbúnað, byggingariðnað, samgöngur, úrgang og iðnað sem fellur ekki undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS-kerfið). Samkvæmt reglugerðinni um landnotkun (LULUCF) hafa aðildarríkin undirgengist skuldbindingar sem ætlað er að tryggja að losun frá landnotkun og skógrækt sé jöfnuð með að minnsta kosti jafngildri bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir eru Ísland og Noregur hvött til að huga að auknum aðgerðum í geira landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Þó ber að hafa í huga að Ísland og Noregur, líkt og Evrópusambandið, hafa gengist undir enn metnaðarfyllri markmið með Parísarsamkomulaginu, það er að draga úr losun um a.m.k. 55% samanborið við losun ársins 1990. Hins vegar hafa þessar nýju skuldbindingar ekki enn verið teknar upp í EES-samninginn. Þar sem ESA er falið að meta árangur Íslands og Noregs í átt að gildandi markmiðum samkvæmt gildandi EES-rétti, metur skýrslan árangur Íslands og Noregs að markmiðum sem endurspegla fyrri skuldbindingar Parísarsamningsins um a.m.k. 40% samdrátt fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, en ekki a.m.k. 55% samdrátt,“ segir í tilkynningu frá ESA.
Loftslagsmál EFTA Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira